Innlent

Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr kynningarmyndbandinu sem sjá má neðst í fréttinni.
Úr kynningarmyndbandinu sem sjá má neðst í fréttinni.

Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. Bæjarstjórn samþykkti nýtt rammaskipulag við höfnina í gær. Samfelld gönguleið verður alla höfnina og blönduð byggð á Fornabúðum.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir mörg spennandi tækifæri til uppbygginar á svæðinu.

„Þarna mun rísa skapandi og skemmtilegt hverfi sem hefur sterka tengingu við söguna, sjóinn og miðbæinn. Ný tækifæri til búsetu og ýmis konar rekstrar verða til á þessum fallega og einstaka stað sem hafnarsvæðið er.“

Skipulagið sé vandað og vel unnið enda afrakstur margra ára undirbúningsvinnu, hönnunarsamkeppni og ítarlegs samstarfs fagaðila, starfsmanna bæjarins og kjörinna fulltrúa.

„Það er mikið tilhlökkunarefni að hefjast handa!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×