Íslenski boltinn

Úr Hafnarfirði í Kópavog

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Kristinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/bára

Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðabliks en félagið staðfesti þetta í dag.

Kristinn hefur verið án félags eftir að samningur hans við FH rann út eftir síðasta leiktíð en hann hefur leikið síðustu tvö tímabil með FH.

Þar náði hann sér ekki almennilega á strik en hann varð Íslandsmeistari með Blikunum árið 2009. Þá fór hann til Svíþjóðar en einnig lék hann í MLS-deildinni með Columbus Crew.

Kristinn hefur leikið 132 leiki í meistaraflokki á Íslandi og skorað í þeim leikjum 36 mörk.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýr þjálfari Blika og hefur hann verið duglegur að styrkja liðið fyrir komandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×