Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur 9. febrúar 2020 13:01 Katrín Jakobsdóttir segir hugsunina bak við frumvarpið vera að ekki sé hægt að fara í kring um reglur með "kennitölukrúsídúllum.“ vísir/vilhelm Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15
Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15
Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent