Innlent

Skiptu nýlega um lendingarbúnað

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli á föstudag.
Frá Keflavíkurflugvelli á föstudag.

Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs. Búnaðurinn sem gaf sig í lendingu síðasta föstudag þegar vélin sneri heim frá Berlín var því nýr.

Vélin, sem er tæplega tuttugu ára gömul, fór í skoðun í Kanada í lok síðasta árs og var þar skipt um lendingarbúnað, þetta staðfestir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við RÚV.

Á vef flugsíðunnar Aviation Herald er því haldið fram að bolta hafi vantað í lendingarbúnaðinn en í samtali við mbl.is hafnar Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa að sú sé raunin.

Sjá einnig: Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Bogi Nils Bogason að þrátt fyrir að TF-FIA fari ekki langt muni flugáætlun Icelandair ekki fara úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðakerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ sagði Bogi í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×