Innlent

Sóttu slasaðan ein­stak­ling út á sjó

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Mynd/Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti í kvöld að sækja slasaðan einstakling á sjó skammt úti fyrir Sæbraut í Reykjavík.

Málsatvik liggja ekki algerlega fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er talið líklegt að bátur og annað farartæki hafi rekist á.

Þegar fréttastofa náði tali af vakthafandi varðstjóra um klukkan 22:20 var búið að koma einstaklingnum í land og undirbúningur fyrir sjúkraflutninga á bráðamóttöku Landspítalans hafinn.

Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort viðkomandi er alvarlega slasaður.

Uppfært klukkan 23:00: Samkvæmt frétt RÚV af málinu rákust gúmmíbátur og sjóþota (e. jet ski) saman. Sá slasaði var annar tveggja sem voru á sæþotunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×