Fótbolti

Púðurskot Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mason Greenwood reynir eitt af fjölmörgum skotum United í gær.
Mason Greenwood reynir eitt af fjölmörgum skotum United í gær. vísir/getty

Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir 2-1 tap gegn Sevilla í gærkvöldi.

Man. United komst yfir með marki Bruno Fernandes en Suso og Luuk de Jong tryggðu Sevilla sigurinn.

SPORF greinir svo frá því á Twitter-síðu sinni í gær að skot Manchester United í síðustu tveimur leikjum hafi verið púðurskot.

Í átta liða úrslitunum gegn FCK þá skutu United 26 skotum í opnum leik en ekkert þeirra fór í netið. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu.

Í gær voru það svo tuttugu skot að marki Sevilla úr opnum leik og ekkert þeirra fór netið. Aftur var það mark úr vítaspyrnu.

United hefur því skotið 46 skotum í opnum leik í síðustu tveimur leikjum og ekkert þeirra hefur farið í netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×