Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2020 19:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira