Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST CrossFit Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST
CrossFit Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira