Tom Brady opinn fyrir því að spila með öðru liði en New England Patriots Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 18:00 Það er erfitt að sjá Tom Brady fyrir sér í einhverju öðru en búningi New England Patriots. Getty/Maddie Meyer Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni. NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni.
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira