Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 18:30 Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira