Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 09:23 Lögreglan á Suðurnesjum birti myndir af sér og hinum krúttlega kópi en viðbrögðin voru önnur en þeir höfðu vænst. Lögreglan Suðurnesjum Á föstudaginn var Húsdýragarðurinn beðinn um að taka við selskópi sem lögreglan á Suðurnesjum hafði „handtekið“ í slippnum í Njarðvík. Þar var kópurinn farinn að sýna af sér óeðlilega hegðun, skreið þar um og vildi gera sig heimakominn, að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var augljós hætta búin. Lögreglan á Suðurnesjum sagði af þessum björgunarleiðangri á Facebooksíðu sinni og birti mynd af hinum krúttlega kópi. En, viðbrögðin voru ekki alveg í samræmi við væntingar. Meðan ýmsir máttu vart vatni halda yfir því hversu sætur litli kópurinn var og er voru aðrir sem hundskömmuðu lögregluna. Sögðu að þarna væri líklega um útselskóp að ræða og lögreglan hefði unnið hið mesta óþurftarverk með því að taka hann. Útselur skilur kópa sína eftir á landi og fer svo til veiða en hefur auga með afkvæmi sínu. Fjölmiðlar fjölluðu um málið og lögreglan átti í vök að verjast. Ekki er um útsel að ræða Það myndaðist sem sagt verulegur hiti á samfélagsmiðlum eins og svo oft þegar dýr eiga í hlut. Þau hjá Húsdýragarðinum fengu kópinn í fangið en Þorkell segir að þessu samhengi sé vert að minna á hjálparskyldu gagnvart dýrum í neyð sem er tíunduð í lögum um dýravelferð frá 2013. „Sú skylda er vissulega vandmeðfarin og oftast er best að láta náttúruna hafa sinn gang. Þegar dýr eru sjúk eða særð og farin að þvælast um meðal manna í umhverfi sem þeim er ekki eðlislægt getur hins vegar reynst óhjákvæmilegt að grípa inní.“ Þorkell hjá Húsdýragarðinum segir að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa inní. Þorkell segir aukinheldur ljóst að ekki sé um útsel (Halichoerus grypus) að ræða eins og einhverjir netverjar héldu fram, enda fæðingarþyngd þeirrar tegundar mun meiri og kóparnir mun lengri en sá sem fannst. Þá kæpa (fæðast) útselir á haustin hér við land og kópar þeirrar tegundar eru einungis um 3 vikur á spena. Útselur ásamt landsel (Phoca vitulina), sem kæpir seint á vorin, eru algengustu selirnir við Ísland. Kópur þessi reyndist vera af tegundinni hringanóri (Phoca hispida). Hringanórar algengir gestir á Íslandi „Hringanórar eru nokkuð algengir gestir við landið og hafa áður komið við sögu hér í garðinum. Hringanóri er hánorræn heimskautategund sem fylgir ísröndinni umhverfis heimskautið, þar á meðal norður af Íslandi,“ að sögn Þorkels: „Tegundin er sú minnsta af ætt eiginlegra sela (pinnipedia) og vega nýkæptir kópar ekki nema um 4,5 kíló og eru einungis um 60 cm langir. Kópurinn sem hér er um að ræða reyndist vera 73 cm langur brimill (karlkyns) og vegur hann einungis um 7,5 kg. Hinn krúttlegi kópur var farinn að sýna af sér óeðlilega hegðun, farinn að þvælast um í slippnum fyrir hunda og manna fótum. Óhjákvæmilegt var að grípa inn í.Lögreglan á Suðurnesjum. Hann er mjög léttur og hefur líklega misst meira en 10 kg eftir að hann hætti á spena. Og fer ekki á milli mála að hann er vannærður og hefur gengið að mestu á sinn fituforða. Við skoðun dýralæknis kom í ljós að kópurinn þjáðist auk þessa af augnsýkingu sem nú er verið að meðhöndla.“ Kópurinn langt frá heimkynnum sínum Hringanóra urtur (kvendýrin) kæpa snemma á vorin (mars-maí) í eins konar snjóhúsum sem þær útbúa á ísnum. Það er því afar ósennilegt að móðir kópsins sé einhvers staðar í nágrenninu enda er hafísjaðarinn meira en 100 km NV af Vestfjörðum um þessar mundir. Hringanórakópar eru á spena í 5-8 vikur sem er óvenju langur tími hjá selum. Tegundin er mjög algeng (3-6 milljónir dýra) og er uppistöðufæða ísbjarna (Ursus maritimus) á heimskautasvæðinu, en sjálfir éta hringanórar aðallega krabbadýr og smáfisk. Í það minnsta 6 afbrigði finnast af tegundinni og lifa sumar þeirra í ferskvatni. Talið er að kópurinn sé af tegundinni Hringanóri. Hann er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Það er því ljóst er að þessi kópur er langt suður af sínum náttúrulegu heimkynnum. Það er hins vegar vel þekkt að ungir hringanórar leggist á flakk og komi upp að strönd Íslands, oftast að Norðurlandi.“ Reynt að fita kópinn í Húsdýragarðinum Gera má ráð fyrir að þessi kópur sé frá kæpingu vorið 2019 og innan við árs gamall. Það er jafnframt ljóst að hann hefur misst mikla þyngd á flakki sínu (meira en 10 kg). Ætla má að kópur sem orðinn er svo horaður eigi sér litlar lífslíkur í náttúrunni og því vænlegast úr því sem komið er að reyna að fita hann. Í kjölfarið verður vonandi hægt að sleppa honum,“ segir Þorkell. En kópurinn fór loks að éta í gær eftir að hafa verið á fljótandi fæði um helgina. Við erum bjartsýnni fyrir hönd kópsins nú en fyrir helgi. Þorkell bendir á að áhugavert megi heita að í síðustu viku var samskonar kóp einnig bjargað við vesturströnd Írlands nálægt borginni Shannon. „Það er fyrsti hringanórinn sem þar finnst í meira en hundrað ár. Á tímum þar sem hafís fer hratt minnkandi og þar með búsvæði heimskautadýra er ekki ólíklegt að samkeppnin um takmarkaða auðlind íssins harðni og fleiri dýr leggist í flakk. Hvort þessi gestakoma sé afleiðing þess er með öllu óvíst enda er tegundin eins og áður sagði nokkuð tíður gestur hér.“ Dýr Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Á föstudaginn var Húsdýragarðurinn beðinn um að taka við selskópi sem lögreglan á Suðurnesjum hafði „handtekið“ í slippnum í Njarðvík. Þar var kópurinn farinn að sýna af sér óeðlilega hegðun, skreið þar um og vildi gera sig heimakominn, að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var augljós hætta búin. Lögreglan á Suðurnesjum sagði af þessum björgunarleiðangri á Facebooksíðu sinni og birti mynd af hinum krúttlega kópi. En, viðbrögðin voru ekki alveg í samræmi við væntingar. Meðan ýmsir máttu vart vatni halda yfir því hversu sætur litli kópurinn var og er voru aðrir sem hundskömmuðu lögregluna. Sögðu að þarna væri líklega um útselskóp að ræða og lögreglan hefði unnið hið mesta óþurftarverk með því að taka hann. Útselur skilur kópa sína eftir á landi og fer svo til veiða en hefur auga með afkvæmi sínu. Fjölmiðlar fjölluðu um málið og lögreglan átti í vök að verjast. Ekki er um útsel að ræða Það myndaðist sem sagt verulegur hiti á samfélagsmiðlum eins og svo oft þegar dýr eiga í hlut. Þau hjá Húsdýragarðinum fengu kópinn í fangið en Þorkell segir að þessu samhengi sé vert að minna á hjálparskyldu gagnvart dýrum í neyð sem er tíunduð í lögum um dýravelferð frá 2013. „Sú skylda er vissulega vandmeðfarin og oftast er best að láta náttúruna hafa sinn gang. Þegar dýr eru sjúk eða særð og farin að þvælast um meðal manna í umhverfi sem þeim er ekki eðlislægt getur hins vegar reynst óhjákvæmilegt að grípa inní.“ Þorkell hjá Húsdýragarðinum segir að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa inní. Þorkell segir aukinheldur ljóst að ekki sé um útsel (Halichoerus grypus) að ræða eins og einhverjir netverjar héldu fram, enda fæðingarþyngd þeirrar tegundar mun meiri og kóparnir mun lengri en sá sem fannst. Þá kæpa (fæðast) útselir á haustin hér við land og kópar þeirrar tegundar eru einungis um 3 vikur á spena. Útselur ásamt landsel (Phoca vitulina), sem kæpir seint á vorin, eru algengustu selirnir við Ísland. Kópur þessi reyndist vera af tegundinni hringanóri (Phoca hispida). Hringanórar algengir gestir á Íslandi „Hringanórar eru nokkuð algengir gestir við landið og hafa áður komið við sögu hér í garðinum. Hringanóri er hánorræn heimskautategund sem fylgir ísröndinni umhverfis heimskautið, þar á meðal norður af Íslandi,“ að sögn Þorkels: „Tegundin er sú minnsta af ætt eiginlegra sela (pinnipedia) og vega nýkæptir kópar ekki nema um 4,5 kíló og eru einungis um 60 cm langir. Kópurinn sem hér er um að ræða reyndist vera 73 cm langur brimill (karlkyns) og vegur hann einungis um 7,5 kg. Hinn krúttlegi kópur var farinn að sýna af sér óeðlilega hegðun, farinn að þvælast um í slippnum fyrir hunda og manna fótum. Óhjákvæmilegt var að grípa inn í.Lögreglan á Suðurnesjum. Hann er mjög léttur og hefur líklega misst meira en 10 kg eftir að hann hætti á spena. Og fer ekki á milli mála að hann er vannærður og hefur gengið að mestu á sinn fituforða. Við skoðun dýralæknis kom í ljós að kópurinn þjáðist auk þessa af augnsýkingu sem nú er verið að meðhöndla.“ Kópurinn langt frá heimkynnum sínum Hringanóra urtur (kvendýrin) kæpa snemma á vorin (mars-maí) í eins konar snjóhúsum sem þær útbúa á ísnum. Það er því afar ósennilegt að móðir kópsins sé einhvers staðar í nágrenninu enda er hafísjaðarinn meira en 100 km NV af Vestfjörðum um þessar mundir. Hringanórakópar eru á spena í 5-8 vikur sem er óvenju langur tími hjá selum. Tegundin er mjög algeng (3-6 milljónir dýra) og er uppistöðufæða ísbjarna (Ursus maritimus) á heimskautasvæðinu, en sjálfir éta hringanórar aðallega krabbadýr og smáfisk. Í það minnsta 6 afbrigði finnast af tegundinni og lifa sumar þeirra í ferskvatni. Talið er að kópurinn sé af tegundinni Hringanóri. Hann er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Það er því ljóst er að þessi kópur er langt suður af sínum náttúrulegu heimkynnum. Það er hins vegar vel þekkt að ungir hringanórar leggist á flakk og komi upp að strönd Íslands, oftast að Norðurlandi.“ Reynt að fita kópinn í Húsdýragarðinum Gera má ráð fyrir að þessi kópur sé frá kæpingu vorið 2019 og innan við árs gamall. Það er jafnframt ljóst að hann hefur misst mikla þyngd á flakki sínu (meira en 10 kg). Ætla má að kópur sem orðinn er svo horaður eigi sér litlar lífslíkur í náttúrunni og því vænlegast úr því sem komið er að reyna að fita hann. Í kjölfarið verður vonandi hægt að sleppa honum,“ segir Þorkell. En kópurinn fór loks að éta í gær eftir að hafa verið á fljótandi fæði um helgina. Við erum bjartsýnni fyrir hönd kópsins nú en fyrir helgi. Þorkell bendir á að áhugavert megi heita að í síðustu viku var samskonar kóp einnig bjargað við vesturströnd Írlands nálægt borginni Shannon. „Það er fyrsti hringanórinn sem þar finnst í meira en hundrað ár. Á tímum þar sem hafís fer hratt minnkandi og þar með búsvæði heimskautadýra er ekki ólíklegt að samkeppnin um takmarkaða auðlind íssins harðni og fleiri dýr leggist í flakk. Hvort þessi gestakoma sé afleiðing þess er með öllu óvíst enda er tegundin eins og áður sagði nokkuð tíður gestur hér.“
Dýr Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51