Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2020 12:00 Einar Einarsson hlaut í desember síðastliðnum sex ára dóm fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Á myndinni sést umræddur sumarbústaður. Einar var handtekinn um helgina grunaður um aðild að máli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Sex manns voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er á skipulagðri brotastarfsemi og snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Voru mennirnir handteknir um helgina í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Einn hinna handteknu, fyrrnefndur Einar Einarsson, var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Að minnsta kosti þrír hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en hinir grunuðu hafa þrjá sólahringa til að kæra úrskurð héraðsdóms. Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti á næstu dögum. Verjendur mannanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa fengið litlar upplýsingar í málinu og að lögregla haldi spilunum þétt að sér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Sex manns voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er á skipulagðri brotastarfsemi og snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Voru mennirnir handteknir um helgina í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Einn hinna handteknu, fyrrnefndur Einar Einarsson, var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Að minnsta kosti þrír hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en hinir grunuðu hafa þrjá sólahringa til að kæra úrskurð héraðsdóms. Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti á næstu dögum. Verjendur mannanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa fengið litlar upplýsingar í málinu og að lögregla haldi spilunum þétt að sér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30
Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12