Íslenski boltinn

Valur framlengir ekki samning Kristins Inga

Runólfur Trausti Þórhallson skrifar
Kristinn Ingi í leik með Val á Hlíðarenda.
Kristinn Ingi í leik með Val á Hlíðarenda. Vísir/Bára

Kristinn Ingi Halldórsson verður ekki áfram í herbúðum Vals. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, fyrr í dag í samtali við Fótbolta.net.

Kristinn Ingi varð samningslaus eftir að síðasta tímabili lauk og ákvað Valur að endursemja ekki við leikmanninn. Kristinn Ingi varð tvívegis Íslandsmeistari með Val á sínum fimm árum á Hlíðarenda ásamt því að verða bikarmeistari í tvígang.

Þessi þrítugi sóknarþenkjandi leikmaður hefur leikið með Hamri og Fram ásamt Val á ferlinum. Hann hefur leikið 175 leiki í efstu deild og skorað í þeim 33 mörk. Þá skorað þrjú mörk í 20 bikarleikjum og eitt mark í átta Evrópuleikjum fyrir Val.

Kristinn Ingi lék á sínum tíma með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Lítil hreyfing hefur verið á íslenska markaðnum síðan síðasta tímabil kláraðist en reikna má með því að hin ýmsu félög hafi áhuga á hinum fjölhæfa og sigursæla Kristni Inga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×