„Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 22:20 Snarrótin gagnrýnir að lögregla sé send ein í útköll þar sem óskað er sérstaklega eftir aðstoð sjúkrabíls. Vísir/Vilhelm Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“ Lögreglan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“
Lögreglan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira