Viðskipti innlent

Árangurs­laus kyrr­setning á eignum Títans hjá slita­búi WOW

Atli Ísleifsson skrifar
WOW air varð gjaldþrota síðla marsmánaðar á síðasta ári.
WOW air varð gjaldþrota síðla marsmánaðar á síðasta ári. vísir/vilhelm

Árangurslaus kyrrsetning var gerð á eignum fjárfestingarfélagsins Títans, móður félags WOW air, í síðustu viku. Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka.

Þetta kemur fram í Viðskipta-Mogganum í morgun. Þar segir að slitabú WOW hafi ákveðið að ráðast í kyrrsetningu vegna 108 milljón króna millifærslu milli WOW og Títans í febrúar 2019, en WOW varð gjaldþrota um mánuði síðar.

Slitabú WOW vildi láta rifta millifærslunni, sem arðgreiðsla út úr félaginu Cargo Express sem WOW keypti af Títan.

Heimildir blaðsins herma að þess verði ekki lengi að bíða þar til að gjaldþrotaskipta verði óskað á Títan sem heldur meðal annars utan um eignarhlut Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda WOW, í Carbon Recycling International.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×