Nýtt sníkjudýr greinist í innfluttum hundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 11:45 Helsta smitleið leishmaníu er með sandflugum en smitið getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. vísir/getty Nýlega greindist sníkjudýrið Leishmania í fyrsta skipti í hundi hér á landi en hundurinn var fluttur til landsins árið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að helsta smitleið leishmaníu sé með sandflugum en smitið geti einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. Smitið berst hins vegar ekki með snertingu. MAST hefur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir. „Leishmania hefur ekki greinst áður í hundi né öðrum dýrum hér á landi en hefur greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sandflugum sem lifa ekki hér á landi. Smit getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og dæmi eru um að smit geti borist við bit. Smitið berst ekki milli hunda eða í önnur dýr og fólk við snertingu. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flestum innri líffærum, sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólíklegt að með henni náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúkdóminum og haldið niðri einkennum. Matvælastofnun barst tilkynning frá dýralækni um að leishmanssýki hafi greinst í hundi sem fluttur var til landsins frá Spáni árið 2018. Hundurinn hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrirmæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbúningi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Í samræmi við lög um dýrasjúkdóma hefur Matvælastofnun tilkynnt ráðherra um málið og lagt til að hann gefi út fyrirskipun um aðgerðir, sem miða að því að hindra útbreiðslu og að endingu uppræta sníkjudýrið á Íslandi,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Nýlega greindist sníkjudýrið Leishmania í fyrsta skipti í hundi hér á landi en hundurinn var fluttur til landsins árið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að helsta smitleið leishmaníu sé með sandflugum en smitið geti einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. Smitið berst hins vegar ekki með snertingu. MAST hefur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir. „Leishmania hefur ekki greinst áður í hundi né öðrum dýrum hér á landi en hefur greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sandflugum sem lifa ekki hér á landi. Smit getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og dæmi eru um að smit geti borist við bit. Smitið berst ekki milli hunda eða í önnur dýr og fólk við snertingu. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flestum innri líffærum, sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólíklegt að með henni náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúkdóminum og haldið niðri einkennum. Matvælastofnun barst tilkynning frá dýralækni um að leishmanssýki hafi greinst í hundi sem fluttur var til landsins frá Spáni árið 2018. Hundurinn hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrirmæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbúningi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Í samræmi við lög um dýrasjúkdóma hefur Matvælastofnun tilkynnt ráðherra um málið og lagt til að hann gefi út fyrirskipun um aðgerðir, sem miða að því að hindra útbreiðslu og að endingu uppræta sníkjudýrið á Íslandi,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira