Bað þingmenn að byggja málflutning sinn á staðreyndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 17:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira