Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:30 Kiana Johnson átti flottan leik með Val á móti KR. Vísir/Daníel Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira