Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:17 Höfuðkúpan fannst í umdæmi lögreglu á Suðurlandi, nánar tiltekið á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast. Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast.
Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira