Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2020 09:00 ,,Allir virtust sammála um að það væri óheppilegt að þeir hengdu sig alfarið á niðurstöður tilnefningarnefnda" sagði Baldur um lífeyrissjóðina. Vísir/Vilhelm Í síðustu viku stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland fyrir lokaðri vinnustofu tilnefningarnefnda. Fundarstjóri var Baldur Thorlacius framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq. Aðeins voru boðaðir fulltrúar sem þegar sitja í tilnefninganefndum og segir Baldur að markmiðið hafi verið að fá hugmyndir og innlegg að mögulegum breytingum í næstu útgáfu af góðum stjórnarháttum. ,,Það virðist vera mikil eftirspurn eftir meiri fræðslu og leiðsögn á þessu sviði“ segir Baldur um viðburðinn. ,,Tilnefningarnefndir eru nokkuð nýjar af nálinni hér á landi og því eðlilegt að það taki einhvern tíma að slípa þetta til og mynda sátt um fyrirkomulagið“ segir Baldur. ,,Á fundinum virtust þó allir vera einhuga um að tilnefningarnefndir ættu fyrst og fremst hjálpa viðkomandi fyrirtækjum að ná árangri og skapa verðmæti, sem er mjög jákvætt.“ Að sögn Baldurs eru nokkrar útfærslur á því hvernig tilnefninganefndir starfa. Það sem hentar hluthöfum eins fyrirtækis, þarf ekki að henta hluthöfum annars. Tilfinning Baldurs er þó að meiri sátt sé að skapast um tilurð og starf tilnefninganefnda. ,,Mín tilfinning er að þetta sé að mjakast í átt að meiri sátt, að fólk sé farið að átta sig betur á því hvað tilnefningarnefndir eru og hvað þær eru ekki.“ Einnig: Nefndirnar fara eins og eldur í sinu um Kauphöllina En hvað bar hæst á fundinum? ,, Það voru talsverðar umræður á fundinum um þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Á því voru nokkuð skiptar skoðanir, einhverjum fannst það vera óheppilegt fyrirkomulag en öðrum fannst reynslan af því vera góð.“ Baldur segir ekkert skrýtið þótt þetta vefjist fyrir fólki enda sé allur gangur á því erlendis hvernig þessu er háttað þar. Í sumum löndum eru nefndirnar einungis skipaðar stjórnarmönnum en í öðrum sé lagt upp úr því að þær séu óháðar. ,,Hvor leiðin hefur sína kosti og galla. Fyrir mitt leyti tel ég einna mikilvægast að sníða hlutverk nefndanna, og jafnvel einstaka nefndarmanna, að því fyrirkomulagi sem er valið, til þess að draga úr hagsmunaárekstrum og nýta kostina til fulls. Einhver benti á að það þyrfti að binda þannig um hnútana að tilnefningarnefndir myndu ekki fæla fjársterka einstaklinga frá því að gerast hluthafar og sækjast eftir stjórnarsæti. Að það væri mikilvægt að einhverjir í stjórn hefðu sömu hagsmuni og hluthafar og því þyrftu tilnefningarnefndir einnig að horfa til þess. Baldur sagði skiptar skoðanir á því hvort stjórnarmenn ættu að sitja í tilnefningarnefndum. Tilnefninganefndir ráðgefandi Á fundinum var nokkuð rætt um aðkomu lífeyrissjóðanna sem sumir hverjir hafa viljað lúta vali tilnefningarnefnda sem reglu í stjórnarkjöri. Baldur sagði að nokkuð hefði verið rætt um þetta, en fundarmenn hefðu verið sammála um að nefndirnar ættu að vera ráðgefandi og þetta væri því óheppileg afstaða. ,,Allir virtust sammála um að það væri óheppilegt að þeir hengdu sig alfarið á niðurstöður tilnefningarnefnda. Þeir þyrftu einnig að mynda sér sjálfstæða skoðun, með hliðsjón af rökstuðningi nefndanna og öðrum upplýsingum. Annars væri nánast verið að framselja stjórnarvalið til nefndanna.“ Ýmislegt annað var rætt, svo sem kostnaður og greiðslur, hvort tilnefningarnefndir eigi að taka afstöðu til siðferðislegra álitamála, hversu mikinn aðgang þær ættu að hafa að mögulegum innherjaupplýsingum eða hvort þær gætu metið fleiri aðila sem hæfa en væru tilnefndir. Markaðir Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Í síðustu viku stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland fyrir lokaðri vinnustofu tilnefningarnefnda. Fundarstjóri var Baldur Thorlacius framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq. Aðeins voru boðaðir fulltrúar sem þegar sitja í tilnefninganefndum og segir Baldur að markmiðið hafi verið að fá hugmyndir og innlegg að mögulegum breytingum í næstu útgáfu af góðum stjórnarháttum. ,,Það virðist vera mikil eftirspurn eftir meiri fræðslu og leiðsögn á þessu sviði“ segir Baldur um viðburðinn. ,,Tilnefningarnefndir eru nokkuð nýjar af nálinni hér á landi og því eðlilegt að það taki einhvern tíma að slípa þetta til og mynda sátt um fyrirkomulagið“ segir Baldur. ,,Á fundinum virtust þó allir vera einhuga um að tilnefningarnefndir ættu fyrst og fremst hjálpa viðkomandi fyrirtækjum að ná árangri og skapa verðmæti, sem er mjög jákvætt.“ Að sögn Baldurs eru nokkrar útfærslur á því hvernig tilnefninganefndir starfa. Það sem hentar hluthöfum eins fyrirtækis, þarf ekki að henta hluthöfum annars. Tilfinning Baldurs er þó að meiri sátt sé að skapast um tilurð og starf tilnefninganefnda. ,,Mín tilfinning er að þetta sé að mjakast í átt að meiri sátt, að fólk sé farið að átta sig betur á því hvað tilnefningarnefndir eru og hvað þær eru ekki.“ Einnig: Nefndirnar fara eins og eldur í sinu um Kauphöllina En hvað bar hæst á fundinum? ,, Það voru talsverðar umræður á fundinum um þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Á því voru nokkuð skiptar skoðanir, einhverjum fannst það vera óheppilegt fyrirkomulag en öðrum fannst reynslan af því vera góð.“ Baldur segir ekkert skrýtið þótt þetta vefjist fyrir fólki enda sé allur gangur á því erlendis hvernig þessu er háttað þar. Í sumum löndum eru nefndirnar einungis skipaðar stjórnarmönnum en í öðrum sé lagt upp úr því að þær séu óháðar. ,,Hvor leiðin hefur sína kosti og galla. Fyrir mitt leyti tel ég einna mikilvægast að sníða hlutverk nefndanna, og jafnvel einstaka nefndarmanna, að því fyrirkomulagi sem er valið, til þess að draga úr hagsmunaárekstrum og nýta kostina til fulls. Einhver benti á að það þyrfti að binda þannig um hnútana að tilnefningarnefndir myndu ekki fæla fjársterka einstaklinga frá því að gerast hluthafar og sækjast eftir stjórnarsæti. Að það væri mikilvægt að einhverjir í stjórn hefðu sömu hagsmuni og hluthafar og því þyrftu tilnefningarnefndir einnig að horfa til þess. Baldur sagði skiptar skoðanir á því hvort stjórnarmenn ættu að sitja í tilnefningarnefndum. Tilnefninganefndir ráðgefandi Á fundinum var nokkuð rætt um aðkomu lífeyrissjóðanna sem sumir hverjir hafa viljað lúta vali tilnefningarnefnda sem reglu í stjórnarkjöri. Baldur sagði að nokkuð hefði verið rætt um þetta, en fundarmenn hefðu verið sammála um að nefndirnar ættu að vera ráðgefandi og þetta væri því óheppileg afstaða. ,,Allir virtust sammála um að það væri óheppilegt að þeir hengdu sig alfarið á niðurstöður tilnefningarnefnda. Þeir þyrftu einnig að mynda sér sjálfstæða skoðun, með hliðsjón af rökstuðningi nefndanna og öðrum upplýsingum. Annars væri nánast verið að framselja stjórnarvalið til nefndanna.“ Ýmislegt annað var rætt, svo sem kostnaður og greiðslur, hvort tilnefningarnefndir eigi að taka afstöðu til siðferðislegra álitamála, hversu mikinn aðgang þær ættu að hafa að mögulegum innherjaupplýsingum eða hvort þær gætu metið fleiri aðila sem hæfa en væru tilnefndir.
Markaðir Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira