Býst fastlega við því að verkfallið verði samþykkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:03 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30