Sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn leikskólabarni eftir sýknu í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 16:44 Málið horfði allt öðruvísi við Landsrétti en Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/EgillA Landsréttur hefur snúið við dómi úr héraðsdómi og dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólaaldri, dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í tvö skipti brotið á stúlkunni. Þá staðfesti Landsréttur dóm úr héraði yfir manninum fyrir kynferðisbrot með því að hafa skoðað í farsíma sínum 85 ljósmyndir og eina hreyfimynd sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Tiltók Landsréttur í niðurstöðu sinni í máli stúlkunnar að það skipti máli að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir vörslu á kynferðislegu myndefni af börnum. Lýsti góðu sambandi við stúlkuna Maðurinn neitaði sök bæði í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann sagði samband sitt við stúlkuna alltaf hafa verið gott. Þau léku sér í mömmó, máluðu og lituðu. Þá benti hann á að samband sona hans við stúlkuna hefði verið gott. Fékk það stoð í SMS skilaboðum móðurinnar til ákærða þegar stúlkan varð meiriháttar ósátt að synirnir myndu ekki mæta í afmælið hennar af því að móðirin og ákærði væru hætt saman. Tveimur dögum síðar sagði móðirin að stúlkan hefði í fyrsta skipti greint frá brotum mannsins. Ólík viðbrögð í viðtölum í Barnahúsi Stúlkan neitaði því að maðurinn hefði gert nokkuð misjafnt við hana í fyrsta viðtali í Barnahúsi. Hún greindi frá því í öðru viðtali að hún væri ánægð að ákærði gisti ekki lengur á heimilinu. Þá hafði móðir hennar rætt málið við stúlkuna og tekið samtal þeirra upp. Upptakan var samt ekki meðal gagna málsins sem héraðsdómur sagði að sætti furðu. „Breytt viðhorf stúlkunnar til ákærða á skömmum tíma vekur einnig athygli, en eins og áður er rakið grét hún óstjórnlega þegar móðir hennar upplýsti hana um að hún og ákærði væru ekki lengur kærustupar, og því kæmi hvorki hann né strákarnir hans í afmæli hennar,“ sagði í niðurstöðu héraðsdóms. Óumdeilt var að maðurinn var einn heima með stúlkunni kvöldin tvö sem hann var sakaður um að hafa brotið gegn henni. Í öðru tilfelli tjáði maðurinn að bróðir móðurinnar hefði komið í heimsókn og séð sig á nærbuxunum. Það hefði honum þótt vandræðalegt og sent konunni skilaboð þess efnis. Héraðsdómur fann að því við rannsókn lögreglu að ekki hefði verið rætt við bróður móðurinnar. Ítrekaðar martraðir Foreldrar stúlkunnar, stjúpmóðir og leikskólakennari sögðust merkja breytingu á hegðun stúlkunnar eftir brot ákærða. Faðir hennar og sambýliskona höfðu þó merkt breytingarnar nokkuð áður, um það leyti sem ákærði og synir hans fóru að venja komur sínar á heimili móðurinnar. Þá sagði faðirinn að stúlkan hafi ítrekað fengið martraðir eftir meint brot ákærða. „Engin efni eru til að draga í efa frásagnir ofangreindra aðila um breytta hegðun stúlkunnar um það leyti sem hún lýsti meintum brotum ákærða. Hins vegar verður ekki á þeim byggt sem sönnun þess að ákærði hafi framið þau brot sem hann er sakaður um, enda liggur ekkert fyrir um að orsök breyttrar hegðunar verði rakin til meintra brota,“ segir í dómnum. Þá vildi ákæruvaldið meina að skoðun tveggja lækna á stúlkunum styrkti framburð hennar. Þeir gátu þó ekki staðfest að það sem amaði að stúlkunni væri vegna meints kynferðisbrots þótt það væri mögulegt. Samhljóða og stöðugur framburður Dómurinn sagði framburð mannsins, bæði hjá lögreglu og síðar fyrir dómi, samhljóða og stöðugan. Framburður stúlkunnar væri hins vegar misvísandi í nokkrum atriðum og að því leyti ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra á framburð hennar. „Í því ljósi, en einnig að öðrum atriðum gættum sem nefnd hafa verið hér að framan, þykir ekki unnt að slá því föstu, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um.“ Var hann því sýknaður í héraði af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni. Sagði samskiptin ekki af kynferðislegum toga Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var tekin skýrsla af ákærða. Lýsti hann atvikum með þeim hætti að stúlkan hefði í raun viðhaft skrýtna hegðun, fært hönd hans í klof hennar í eitt skipti og sjálf strokið afturenda hans í annað skipti. Þá hefði hann skeint henni í eitt skiptið þegar hún hefði sagt að hana klæjaði. Samskipti hans við stúlkuna hefðu ekki verið af kynferðislegum toga heldur átt sér eðlilegar skýringar. Þótti Landsrétti framburður hans skýr og stöðugur að því er varðar lýsingu á þeim tveimur tilvikum sem hann taldi málið vera sprotitið af. Í niðurstöðu Landsréttar kemur þó fram að við mat á trúverðugleika frásagnar ákærða skipti máli að maðurinn hafi ítrekað skoðað efni á netinu sem sýni börn á kynferðislegan hátt. Þá voru skoðaðar og hlýtt á upptökur af skýrslutökum af brotaþola í Barnahúsi, sem og af foreldrum hennar fyrir héraðsdómi. Þá mat Landsréttur framburð stúlkunnar trúverðugan og stöðugan en ekki misvísandi um tiltekin atriði, eins og héraðsdómur taldi. Auk þess væri ekki unnt að ráða af gögnum málsins að móðir stúlkunnar hafi haft áhrif á framburð stúlkunnar þótt hún hafi upplýst hana um að hún gæti þurft að segja aftur frá samskiptum sínum við ákærða. Þriggja ára fangelsi Meðal gagna málsins voru vottorð barnalæknis og kvensjúkdómalæknis þar sem fram kom að útlit á meyjarhafti stúlkunnar væri óeðlilegt. Það gæti bent til brots mannsins þó ekki væri hægt að fullyrða um það. Samkvæmt vottorðum Barnahúss hefur stúlkan farið í 17 meðferðarviðtöl og sýnt merki um að hafa orðið fyrir áföllum. Þótt vottorðin geti ekki slegið neinu föstu um sekt mannsins skipti þau máli í heildarmati á sönnunargögnum í málinu. Landsréttur mat framburð ákærða að nokkur marki ótrúverðugan um atriði sem hafa þýðingu við mat á sönnun. Framburður stúlkunnar væri hins vegar í megindráttum stöðugur og trúverðugur. Framburðir annarra vitna, einkum móður og föður, sem og vætti sérfræðinga styðji við framburð stúlkunnar og auki trúverðugleika hennar. Þótti fram komin lögfull sönnun þess að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn stúlkunni. Var refsingin ákveðin þrjú ár í fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skoðaði kynferðislegar myndir af börnum en ósannað að hann hafi brotið gegn barni Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann sem héraðssaksóknari ákærði fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólaaldri sem var stjúpdóttir hans um tíma. 19. október 2018 15:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Landsréttur hefur snúið við dómi úr héraðsdómi og dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólaaldri, dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í tvö skipti brotið á stúlkunni. Þá staðfesti Landsréttur dóm úr héraði yfir manninum fyrir kynferðisbrot með því að hafa skoðað í farsíma sínum 85 ljósmyndir og eina hreyfimynd sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Tiltók Landsréttur í niðurstöðu sinni í máli stúlkunnar að það skipti máli að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir vörslu á kynferðislegu myndefni af börnum. Lýsti góðu sambandi við stúlkuna Maðurinn neitaði sök bæði í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann sagði samband sitt við stúlkuna alltaf hafa verið gott. Þau léku sér í mömmó, máluðu og lituðu. Þá benti hann á að samband sona hans við stúlkuna hefði verið gott. Fékk það stoð í SMS skilaboðum móðurinnar til ákærða þegar stúlkan varð meiriháttar ósátt að synirnir myndu ekki mæta í afmælið hennar af því að móðirin og ákærði væru hætt saman. Tveimur dögum síðar sagði móðirin að stúlkan hefði í fyrsta skipti greint frá brotum mannsins. Ólík viðbrögð í viðtölum í Barnahúsi Stúlkan neitaði því að maðurinn hefði gert nokkuð misjafnt við hana í fyrsta viðtali í Barnahúsi. Hún greindi frá því í öðru viðtali að hún væri ánægð að ákærði gisti ekki lengur á heimilinu. Þá hafði móðir hennar rætt málið við stúlkuna og tekið samtal þeirra upp. Upptakan var samt ekki meðal gagna málsins sem héraðsdómur sagði að sætti furðu. „Breytt viðhorf stúlkunnar til ákærða á skömmum tíma vekur einnig athygli, en eins og áður er rakið grét hún óstjórnlega þegar móðir hennar upplýsti hana um að hún og ákærði væru ekki lengur kærustupar, og því kæmi hvorki hann né strákarnir hans í afmæli hennar,“ sagði í niðurstöðu héraðsdóms. Óumdeilt var að maðurinn var einn heima með stúlkunni kvöldin tvö sem hann var sakaður um að hafa brotið gegn henni. Í öðru tilfelli tjáði maðurinn að bróðir móðurinnar hefði komið í heimsókn og séð sig á nærbuxunum. Það hefði honum þótt vandræðalegt og sent konunni skilaboð þess efnis. Héraðsdómur fann að því við rannsókn lögreglu að ekki hefði verið rætt við bróður móðurinnar. Ítrekaðar martraðir Foreldrar stúlkunnar, stjúpmóðir og leikskólakennari sögðust merkja breytingu á hegðun stúlkunnar eftir brot ákærða. Faðir hennar og sambýliskona höfðu þó merkt breytingarnar nokkuð áður, um það leyti sem ákærði og synir hans fóru að venja komur sínar á heimili móðurinnar. Þá sagði faðirinn að stúlkan hafi ítrekað fengið martraðir eftir meint brot ákærða. „Engin efni eru til að draga í efa frásagnir ofangreindra aðila um breytta hegðun stúlkunnar um það leyti sem hún lýsti meintum brotum ákærða. Hins vegar verður ekki á þeim byggt sem sönnun þess að ákærði hafi framið þau brot sem hann er sakaður um, enda liggur ekkert fyrir um að orsök breyttrar hegðunar verði rakin til meintra brota,“ segir í dómnum. Þá vildi ákæruvaldið meina að skoðun tveggja lækna á stúlkunum styrkti framburð hennar. Þeir gátu þó ekki staðfest að það sem amaði að stúlkunni væri vegna meints kynferðisbrots þótt það væri mögulegt. Samhljóða og stöðugur framburður Dómurinn sagði framburð mannsins, bæði hjá lögreglu og síðar fyrir dómi, samhljóða og stöðugan. Framburður stúlkunnar væri hins vegar misvísandi í nokkrum atriðum og að því leyti ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra á framburð hennar. „Í því ljósi, en einnig að öðrum atriðum gættum sem nefnd hafa verið hér að framan, þykir ekki unnt að slá því föstu, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um.“ Var hann því sýknaður í héraði af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni. Sagði samskiptin ekki af kynferðislegum toga Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var tekin skýrsla af ákærða. Lýsti hann atvikum með þeim hætti að stúlkan hefði í raun viðhaft skrýtna hegðun, fært hönd hans í klof hennar í eitt skipti og sjálf strokið afturenda hans í annað skipti. Þá hefði hann skeint henni í eitt skiptið þegar hún hefði sagt að hana klæjaði. Samskipti hans við stúlkuna hefðu ekki verið af kynferðislegum toga heldur átt sér eðlilegar skýringar. Þótti Landsrétti framburður hans skýr og stöðugur að því er varðar lýsingu á þeim tveimur tilvikum sem hann taldi málið vera sprotitið af. Í niðurstöðu Landsréttar kemur þó fram að við mat á trúverðugleika frásagnar ákærða skipti máli að maðurinn hafi ítrekað skoðað efni á netinu sem sýni börn á kynferðislegan hátt. Þá voru skoðaðar og hlýtt á upptökur af skýrslutökum af brotaþola í Barnahúsi, sem og af foreldrum hennar fyrir héraðsdómi. Þá mat Landsréttur framburð stúlkunnar trúverðugan og stöðugan en ekki misvísandi um tiltekin atriði, eins og héraðsdómur taldi. Auk þess væri ekki unnt að ráða af gögnum málsins að móðir stúlkunnar hafi haft áhrif á framburð stúlkunnar þótt hún hafi upplýst hana um að hún gæti þurft að segja aftur frá samskiptum sínum við ákærða. Þriggja ára fangelsi Meðal gagna málsins voru vottorð barnalæknis og kvensjúkdómalæknis þar sem fram kom að útlit á meyjarhafti stúlkunnar væri óeðlilegt. Það gæti bent til brots mannsins þó ekki væri hægt að fullyrða um það. Samkvæmt vottorðum Barnahúss hefur stúlkan farið í 17 meðferðarviðtöl og sýnt merki um að hafa orðið fyrir áföllum. Þótt vottorðin geti ekki slegið neinu föstu um sekt mannsins skipti þau máli í heildarmati á sönnunargögnum í málinu. Landsréttur mat framburð ákærða að nokkur marki ótrúverðugan um atriði sem hafa þýðingu við mat á sönnun. Framburður stúlkunnar væri hins vegar í megindráttum stöðugur og trúverðugur. Framburðir annarra vitna, einkum móður og föður, sem og vætti sérfræðinga styðji við framburð stúlkunnar og auki trúverðugleika hennar. Þótti fram komin lögfull sönnun þess að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn stúlkunni. Var refsingin ákveðin þrjú ár í fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skoðaði kynferðislegar myndir af börnum en ósannað að hann hafi brotið gegn barni Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann sem héraðssaksóknari ákærði fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólaaldri sem var stjúpdóttir hans um tíma. 19. október 2018 15:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skoðaði kynferðislegar myndir af börnum en ósannað að hann hafi brotið gegn barni Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann sem héraðssaksóknari ákærði fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólaaldri sem var stjúpdóttir hans um tíma. 19. október 2018 15:15