Staðfesta að herflugvél fórst í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 19:00 Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. AP/Tariq Ghazniwal Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020 Afganistan Bandaríkin Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira