Erlent

BBC biðst afsökunar á að hafa birt myndefni af LeBron James í stað Kobe Bryant

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
LeBron James og Kobe Bryant.
LeBron James og Kobe Bryant. Vísir/Getty

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins hefur beðist afsökunar á mistökum sem gerð voru við vinnslu fréttar um andlát körfuboltamannsins Kobe Bryant, sem lést í þyrluslysi í gær.

Þar sem fréttaþulur stiklaði á stóru yfir feril Bryant birtust myndir af annarri körfuboltastjörnu, LeBron James.



James er núverandi leikmaður Los Angeles Lakers, liðinu sem Bryant lék með allan sinn feril. Mistökin hafa valdið reiði margra netverja, og hafa margir lýst yfir þeirri skoðun sinni að málið lykti af kynþáttafordómum, auk þess sem bent hefur verið á að James og Bryant sé langt frá því að líkjast hvor öðrum í útliti.

BBC hefur nú beðist afsökunar á mistökunum, og sagt að um mannleg mistök hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.

Ferill Kobe Bryant í máli og myndum

Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×