Tólf konur valdar í fjölmiðlaþjálfun Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 15:00 Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted eru á meðal þeirra sem fá fjölmiðlaþjálfunina hjá FKA. Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48