Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2020 13:33 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða. Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða.
Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05
Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30