„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 19:56 Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira