Guðrúnar minnst fyrir rámu röddina, kærleikann, húmorinn og baráttuandann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 12:15 Frá útför Guðrúnar Ögmundsdóttur í Hallgrímskirkju í dag. vísir/vilhelm Útför Guðrúnar Ögmundsdóttur, stjórnmálamanns, fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Bekkurinn í kirkjunni var þétt setin enda snerti Guðrún við mörgum á merkilegri lífsleið sinni og er hennar minnst í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Á meðal þeirra sem rita minningargrein um Guðrúnu er vinkona hennar og samherji í pólitík til áratuga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún minnist þess þegar hún sá Guðrúnu fyrst í Keflavíkurgöngu í maí 1976 og lenti svo í partíi hjá henni um kvöldið. Heimsókn Ingibjargar til Guðrúnar nokkrum dögum seinna markaði svo upphafið að órjúfandi vináttu þeirra: „Við áttum margar yndisstundir á Óðinsgötunni, fyrst tvær einar og svo með Ögmundi eftir að hann fæddist. Gunna var miklu lífsreyndari en ég, kom úr flókinni teygjufjölskyldu þar sem ég átti fullt í fangi með að henda reiður á hvernig öll hennar systkini tengdust henni því þau tengdust ekki endilega innbyrðis. Þá þegar þekkti hún hálfan bæinn og átti vini í ólíklegustu hópum. Svo vann hún fyrir sér og átti bæði íbúð og bíl sem var ekki algengt á þeim tíma. Samt var hún einstæð móðir sem átti fáa að. Við störfuðum saman í Rauðsokkahreyfingunni, sungum í kór hreyfingarinnar og skipulögðum fundi, uppákomur og kappræður. Haustið 1979 ákváðum við svo að flytja til Kaupmannahafnar, Gunna til náms í félagsráðgjöf og ég í sagnfræði. Þar hófum við búskap saman á Amager fjórar stelpur en fljótlega bættust tveir strákar í hópinn og var annar þeirra Gísli Arnór Víkingsson. Gísli var bæði ljúfur og fallegur með sínar dökku krullur og það var fljótlega ljóst að Gunna hafði einsett sér að leggja snörur sínar fyrir þennan strák. Það gerði hún svo með bravúr á balli hjá Námsmannafélaginu á afmælisdaginn sinn 19. október 1979. Ég var heima og passaði Ögmund og það var því vel við hæfi, og mér mjög mikils virði, að þau héldu upp á 40 ára samfylgd sína hjá mér í Varsjá þann 19. október sl. Með Gilla kom ákveðin kjölfesta inn í líf Gunnu og hans stóra og samheldna fjölskylda var henni mjög mikils virði. Þetta var fjölskyldan sem hún hafði alltaf þráð en aldrei átt. Eftir að heim var komið störfuðum við saman í Kvennalistanum, síðan í Reykjavíkurlistanum og loks í Samfylkingunni. Stuðningur Gunnu var ómetanlegur og það var einstakt að hafa hana með í borgarstjórnarflokki og þingflokki því hún gat lesið bæði einstaklinga og hópa eins og opna bók. Hún fann á sér þegar óánægja var í uppsiglingu og lagði sig fram um að skilja vandann og finna lausn. Hún var umburðarlynd og víðsýn, reyndi alltaf að setja sig í spor annarra og talaði máli þeirra sem áttu undir högg að sækja. En hún gat verið snögg upp á lagið og hafði litla þolinmæði fyrir sérgæsku og tilætlunarsemi. Hún sýndi vinum sínum mikla elsku en gat líka sagt þeim til syndanna ef henni fannst þeir eiga fyrir því. Þá átti hún til að setja sig í stellingar og tilkynna þeim „ég fer ekki ofan af því“. Mest elskaði Gunna samt fólkið sitt; Gilla, Ögmund, Ingibjörgu, Birnu og barnabörnin. „Ég er mikil gæfumanneskja með fólkið mitt“, sagði hún, og umvafði þau með kærleika. Ég ætla að gera það líka, nú þegar ég kveð Gunnu mína full þakklætis fyrir áratuga vináttu.“ Guðrún snerti við fjölmörgum á lífsleið sinni og er hennar minnst í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. „Nú verður sko gaman hjá okkur, Þorgerður!“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, minnist einnig Guðrúnar og hefur eins og fleiri orð á hinni rámu rödd hennar sem var svo einkennandi: „Hönd var lögð á öxl mér, svo tekið utan um mig og sagt rámri röddu – nú verður sko gaman hjá okkur, Þorgerður! Ég leit á glaðlegt andlit Gunnu sem blikkaði mig og faðmaði hlýlega. Þetta var byrjunin á þingsetu okkar árið 1999 og við báðar komnar í allsherjarnefnd þingsins. Þetta var upphafið að óteljandi samtölum, bollaleggingum, samverustundum. En ekki síst vináttu,“ skrifar Þorgerður Katrín og segir að Guðrúnu hafi ekki þótt mikill tilgangur í stjórn og stjórnarandstöðu en Þorgerður sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem var í ríkisstjórn, en Guðrún var þingmaður Samfylkingarinnar. Þá rifjar Þorgerður upp síðasta fund þeirra vinkvenna daginn áður en Guðrún lést: „Hvernig hún fann síðan allan þann tíma sem hún gaf fyrir vini og vandamenn er lýsandi fyrir Gunnu. Alltaf til staðar með sín góðu ráð og mikla kærleika. Í stóru sem smáu. Þessi klettur með rámu röddina. Sem í yfir 20 ár hefur alltaf minnt mig á gleðina og bent mér á vonina. Hvað sem á hefur bjátað. Þannig var Gunna. Einlæg, örlát, falleg, styðjandi, hvetjandi, umvefjandi. Allt til hins síðasta. Rúmum sólarhring áður en hún kvaddi áttum við einstaka stund saman og henni lýsandi. Ræddum fólkið okkar, hún spurði um úrræði fyrir barnið mitt og svo var töluð pólitík. Skilaboð Gunnu voru skýr. Fyrst kæmi hjartað, síðan myndi hitt fylgja. Láta hjartað ráða för. Megi hið eilífa ljós lýsa Guðrúnu Ögmundsdóttur.“ Mannvinurinn Guðrún var hrókur alls fagnaðar og mikil selskapskona sem kunni að njóta lífsins. Æðruleysi, hugrekki og hamingjan Guðrún var mjög virk í starfi Kvennalistans og sat meðal annars í borgarstjórn fyrir hönd flokksins. Hópur kvennalistakvenna, þær Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín A. Árnadóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, og rifja ekki aðeins upp feril hennar í pólitík heldur einnig það verkefni sem Guðrún tók að sér eftir að stjórnmálaferlinum lauk: „Gunna átti langan pólitískan feril í borgarstjórn og á Alþingi en eftir að honum lauk tók við afar erfitt verkefni. Það var ekki heiglum hent að fást við úttekt á vistheimilum ríkisins þar sem níðst var á börnum svo ævarandi skömm er að. Gunna stýrði þessu starfi og við erum til vitnis um að oft gekk hún nærri sér og mætti stundum á Jómfrúna gjörsamlega að niðurlotum komin eftir að hafa hlustað á hræðilegar reynslusögur fólks. Gunna bjó yfir æðruleysi og hugrekki sem lýsti sér m.a. í því að henni tókst að ljúka þessu erfiða verkefni en ekki síður í því hvernig hún tókst á við veikindin sem lögðu hana að velli á síðasta degi ársins 2019. Æðruleysi hennar birtist m.a. í heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna. Hún hvatti okkur til að meta og njóta lífsins, gefa hamingjunni tækifæri og láta ekki sektarkennd taka völdin. Á síðustu mánuðum lífs síns miðlaði Gunna góðum ráðum til sinna fjölmörgu vina, hún vildi fá að deyja fallega og senda frá sér jákvæða strauma. Fáa þekkjum við sem áttu þvílíkan vinahóp, hún leit á alla sem jafningja, óháð kyni, stétt og stöðu. Gunna nýtti margþætta lífsreynslu sína til þess að láta gott af sér leiða og tengja fólk saman. Næmi hennar á líðan annarra var mikið og það nýttist henni vel í starfi sem félagsráðgjafi á Landspítalanum, sem borgarfulltrúi þar sem barnaverndarmál voru henni hugleikin og á þingi þar sem mannréttindi samkynhneigðra voru hennar hjartans mál. Að leiðarlokum þökkum við Gunnu áratuga samstarf og dýrmæta vináttu. Baráttan heldur áfram, fyrir kvenfrelsi, mannréttindum, jöfnuði og réttlæti. Megi fordæmi Gunnu Ö. vera okkur leiðarljós og áminning um að halda ótrauðar áfram. Við sendum Gísla, Ögmundi, Ingibjörgu og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning Gunnu Ö. mun lifa.“ Guðrún kunni þá list að vera glöð á góðri stundu. „Lét sig ekki muna um að segja fólki til syndanna þegar henni þótti ástæða til“ Þá minnast þingkonur Samfylkingarinnar á árunum 1999 til 2003, þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Svanfríður Inga Jónasdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir einnig samstarfskonu sinnar. Þær segja Guðrúnu hafa lesið samskipti betur en nokkur annar og þá kunni hún að vinna fólk á sitt band. Þá vissi hún að gleði og góður húmor er lykillinn að góðu starfsumhverfi og lýsa Guðrúnu sem hróki alls fagnaðar í þingflokki Samfylkingarinnar á þessum tíma: „Hún sat í stjórn þingflokksins á þessu fyrsta og krefjandi kjörtímabili Samfylkingarinnar með Rannveigu Guðmundsdóttur og Jóhanni Ársælssyni. Þeim var treyst fyrir því mikilvæga verkefni að stilla saman strengi í nýjum þingflokki. Í glímunni við stór egó og fyrirferðarmikla einstaklinga var Gunna á heimavelli. Á Alþingi beitti Guðrún sér af fullu afli fyrir sínum hjartans málum; réttindum samkynhneigðra, barnavernd, málefnum útlendinga, jafnrétti, þróunarsamvinnu og þannig mætti áfram telja. Hún náði miklum árangri þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu þau átta ár sem hún sat á þingi. Að öðrum ólöstuðum á hún mestan heiður af því að hafa siglt í höfn löggjöfinni um staðfesta samvist samkynhneigðra gegn andstöðu kirkjunnar eins og flestir muna og það var Guðrún sem hrinti af stað umræðunni um klám og vændi hér á landi með skýrslubeiðni til ráðherra fyrsta veturinn sem hún sat á þingi. Á þeim grunni hvílir löggjöfin sem við búum við í dag. Í eftirmælum um Guðrúnu sést vel hvað hún snerti margt samferðafólk á lífsleiðinni. En hún Gunna var enginn dýrlingur og lét sig ekki muna um að segja fólki til syndanna þegar henni þótti ástæða til. Hún bjó hins vegar yfir þeirri náðargáfu að geta nálgast alla með sama hætti, af virðingu og skilningi, og með einstöku innsæi í mannlegt eðli. Þeir eðliskostir hennar nutu sín til fullnustu í því erfiða verkefni að ákvarða sanngirnisbætur til barna sem vistuð höfðu verið á ríkisstofnunum og sætt illri meðferð. Guðrún Ögmundsdóttir gerði íslenskt samfélag betra. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með henni á Alþingi kveðjum samverka- og vinkonu okkar með söknuði og þakklæti. Gísla, Ingibjörgu, Ögmundi, Birnu og ömmubörnunum vottum við okkar dýpstu samúð.“ Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. 1. janúar 2020 19:28 Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Fjöldi manna minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur en hún naut fádæma vinsælda og virðingar samferðarmanna. 2. janúar 2020 11:15 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Útför Guðrúnar Ögmundsdóttur, stjórnmálamanns, fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Bekkurinn í kirkjunni var þétt setin enda snerti Guðrún við mörgum á merkilegri lífsleið sinni og er hennar minnst í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Á meðal þeirra sem rita minningargrein um Guðrúnu er vinkona hennar og samherji í pólitík til áratuga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún minnist þess þegar hún sá Guðrúnu fyrst í Keflavíkurgöngu í maí 1976 og lenti svo í partíi hjá henni um kvöldið. Heimsókn Ingibjargar til Guðrúnar nokkrum dögum seinna markaði svo upphafið að órjúfandi vináttu þeirra: „Við áttum margar yndisstundir á Óðinsgötunni, fyrst tvær einar og svo með Ögmundi eftir að hann fæddist. Gunna var miklu lífsreyndari en ég, kom úr flókinni teygjufjölskyldu þar sem ég átti fullt í fangi með að henda reiður á hvernig öll hennar systkini tengdust henni því þau tengdust ekki endilega innbyrðis. Þá þegar þekkti hún hálfan bæinn og átti vini í ólíklegustu hópum. Svo vann hún fyrir sér og átti bæði íbúð og bíl sem var ekki algengt á þeim tíma. Samt var hún einstæð móðir sem átti fáa að. Við störfuðum saman í Rauðsokkahreyfingunni, sungum í kór hreyfingarinnar og skipulögðum fundi, uppákomur og kappræður. Haustið 1979 ákváðum við svo að flytja til Kaupmannahafnar, Gunna til náms í félagsráðgjöf og ég í sagnfræði. Þar hófum við búskap saman á Amager fjórar stelpur en fljótlega bættust tveir strákar í hópinn og var annar þeirra Gísli Arnór Víkingsson. Gísli var bæði ljúfur og fallegur með sínar dökku krullur og það var fljótlega ljóst að Gunna hafði einsett sér að leggja snörur sínar fyrir þennan strák. Það gerði hún svo með bravúr á balli hjá Námsmannafélaginu á afmælisdaginn sinn 19. október 1979. Ég var heima og passaði Ögmund og það var því vel við hæfi, og mér mjög mikils virði, að þau héldu upp á 40 ára samfylgd sína hjá mér í Varsjá þann 19. október sl. Með Gilla kom ákveðin kjölfesta inn í líf Gunnu og hans stóra og samheldna fjölskylda var henni mjög mikils virði. Þetta var fjölskyldan sem hún hafði alltaf þráð en aldrei átt. Eftir að heim var komið störfuðum við saman í Kvennalistanum, síðan í Reykjavíkurlistanum og loks í Samfylkingunni. Stuðningur Gunnu var ómetanlegur og það var einstakt að hafa hana með í borgarstjórnarflokki og þingflokki því hún gat lesið bæði einstaklinga og hópa eins og opna bók. Hún fann á sér þegar óánægja var í uppsiglingu og lagði sig fram um að skilja vandann og finna lausn. Hún var umburðarlynd og víðsýn, reyndi alltaf að setja sig í spor annarra og talaði máli þeirra sem áttu undir högg að sækja. En hún gat verið snögg upp á lagið og hafði litla þolinmæði fyrir sérgæsku og tilætlunarsemi. Hún sýndi vinum sínum mikla elsku en gat líka sagt þeim til syndanna ef henni fannst þeir eiga fyrir því. Þá átti hún til að setja sig í stellingar og tilkynna þeim „ég fer ekki ofan af því“. Mest elskaði Gunna samt fólkið sitt; Gilla, Ögmund, Ingibjörgu, Birnu og barnabörnin. „Ég er mikil gæfumanneskja með fólkið mitt“, sagði hún, og umvafði þau með kærleika. Ég ætla að gera það líka, nú þegar ég kveð Gunnu mína full þakklætis fyrir áratuga vináttu.“ Guðrún snerti við fjölmörgum á lífsleið sinni og er hennar minnst í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. „Nú verður sko gaman hjá okkur, Þorgerður!“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, minnist einnig Guðrúnar og hefur eins og fleiri orð á hinni rámu rödd hennar sem var svo einkennandi: „Hönd var lögð á öxl mér, svo tekið utan um mig og sagt rámri röddu – nú verður sko gaman hjá okkur, Þorgerður! Ég leit á glaðlegt andlit Gunnu sem blikkaði mig og faðmaði hlýlega. Þetta var byrjunin á þingsetu okkar árið 1999 og við báðar komnar í allsherjarnefnd þingsins. Þetta var upphafið að óteljandi samtölum, bollaleggingum, samverustundum. En ekki síst vináttu,“ skrifar Þorgerður Katrín og segir að Guðrúnu hafi ekki þótt mikill tilgangur í stjórn og stjórnarandstöðu en Þorgerður sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem var í ríkisstjórn, en Guðrún var þingmaður Samfylkingarinnar. Þá rifjar Þorgerður upp síðasta fund þeirra vinkvenna daginn áður en Guðrún lést: „Hvernig hún fann síðan allan þann tíma sem hún gaf fyrir vini og vandamenn er lýsandi fyrir Gunnu. Alltaf til staðar með sín góðu ráð og mikla kærleika. Í stóru sem smáu. Þessi klettur með rámu röddina. Sem í yfir 20 ár hefur alltaf minnt mig á gleðina og bent mér á vonina. Hvað sem á hefur bjátað. Þannig var Gunna. Einlæg, örlát, falleg, styðjandi, hvetjandi, umvefjandi. Allt til hins síðasta. Rúmum sólarhring áður en hún kvaddi áttum við einstaka stund saman og henni lýsandi. Ræddum fólkið okkar, hún spurði um úrræði fyrir barnið mitt og svo var töluð pólitík. Skilaboð Gunnu voru skýr. Fyrst kæmi hjartað, síðan myndi hitt fylgja. Láta hjartað ráða för. Megi hið eilífa ljós lýsa Guðrúnu Ögmundsdóttur.“ Mannvinurinn Guðrún var hrókur alls fagnaðar og mikil selskapskona sem kunni að njóta lífsins. Æðruleysi, hugrekki og hamingjan Guðrún var mjög virk í starfi Kvennalistans og sat meðal annars í borgarstjórn fyrir hönd flokksins. Hópur kvennalistakvenna, þær Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín A. Árnadóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, og rifja ekki aðeins upp feril hennar í pólitík heldur einnig það verkefni sem Guðrún tók að sér eftir að stjórnmálaferlinum lauk: „Gunna átti langan pólitískan feril í borgarstjórn og á Alþingi en eftir að honum lauk tók við afar erfitt verkefni. Það var ekki heiglum hent að fást við úttekt á vistheimilum ríkisins þar sem níðst var á börnum svo ævarandi skömm er að. Gunna stýrði þessu starfi og við erum til vitnis um að oft gekk hún nærri sér og mætti stundum á Jómfrúna gjörsamlega að niðurlotum komin eftir að hafa hlustað á hræðilegar reynslusögur fólks. Gunna bjó yfir æðruleysi og hugrekki sem lýsti sér m.a. í því að henni tókst að ljúka þessu erfiða verkefni en ekki síður í því hvernig hún tókst á við veikindin sem lögðu hana að velli á síðasta degi ársins 2019. Æðruleysi hennar birtist m.a. í heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna. Hún hvatti okkur til að meta og njóta lífsins, gefa hamingjunni tækifæri og láta ekki sektarkennd taka völdin. Á síðustu mánuðum lífs síns miðlaði Gunna góðum ráðum til sinna fjölmörgu vina, hún vildi fá að deyja fallega og senda frá sér jákvæða strauma. Fáa þekkjum við sem áttu þvílíkan vinahóp, hún leit á alla sem jafningja, óháð kyni, stétt og stöðu. Gunna nýtti margþætta lífsreynslu sína til þess að láta gott af sér leiða og tengja fólk saman. Næmi hennar á líðan annarra var mikið og það nýttist henni vel í starfi sem félagsráðgjafi á Landspítalanum, sem borgarfulltrúi þar sem barnaverndarmál voru henni hugleikin og á þingi þar sem mannréttindi samkynhneigðra voru hennar hjartans mál. Að leiðarlokum þökkum við Gunnu áratuga samstarf og dýrmæta vináttu. Baráttan heldur áfram, fyrir kvenfrelsi, mannréttindum, jöfnuði og réttlæti. Megi fordæmi Gunnu Ö. vera okkur leiðarljós og áminning um að halda ótrauðar áfram. Við sendum Gísla, Ögmundi, Ingibjörgu og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning Gunnu Ö. mun lifa.“ Guðrún kunni þá list að vera glöð á góðri stundu. „Lét sig ekki muna um að segja fólki til syndanna þegar henni þótti ástæða til“ Þá minnast þingkonur Samfylkingarinnar á árunum 1999 til 2003, þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Svanfríður Inga Jónasdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir einnig samstarfskonu sinnar. Þær segja Guðrúnu hafa lesið samskipti betur en nokkur annar og þá kunni hún að vinna fólk á sitt band. Þá vissi hún að gleði og góður húmor er lykillinn að góðu starfsumhverfi og lýsa Guðrúnu sem hróki alls fagnaðar í þingflokki Samfylkingarinnar á þessum tíma: „Hún sat í stjórn þingflokksins á þessu fyrsta og krefjandi kjörtímabili Samfylkingarinnar með Rannveigu Guðmundsdóttur og Jóhanni Ársælssyni. Þeim var treyst fyrir því mikilvæga verkefni að stilla saman strengi í nýjum þingflokki. Í glímunni við stór egó og fyrirferðarmikla einstaklinga var Gunna á heimavelli. Á Alþingi beitti Guðrún sér af fullu afli fyrir sínum hjartans málum; réttindum samkynhneigðra, barnavernd, málefnum útlendinga, jafnrétti, þróunarsamvinnu og þannig mætti áfram telja. Hún náði miklum árangri þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu þau átta ár sem hún sat á þingi. Að öðrum ólöstuðum á hún mestan heiður af því að hafa siglt í höfn löggjöfinni um staðfesta samvist samkynhneigðra gegn andstöðu kirkjunnar eins og flestir muna og það var Guðrún sem hrinti af stað umræðunni um klám og vændi hér á landi með skýrslubeiðni til ráðherra fyrsta veturinn sem hún sat á þingi. Á þeim grunni hvílir löggjöfin sem við búum við í dag. Í eftirmælum um Guðrúnu sést vel hvað hún snerti margt samferðafólk á lífsleiðinni. En hún Gunna var enginn dýrlingur og lét sig ekki muna um að segja fólki til syndanna þegar henni þótti ástæða til. Hún bjó hins vegar yfir þeirri náðargáfu að geta nálgast alla með sama hætti, af virðingu og skilningi, og með einstöku innsæi í mannlegt eðli. Þeir eðliskostir hennar nutu sín til fullnustu í því erfiða verkefni að ákvarða sanngirnisbætur til barna sem vistuð höfðu verið á ríkisstofnunum og sætt illri meðferð. Guðrún Ögmundsdóttir gerði íslenskt samfélag betra. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með henni á Alþingi kveðjum samverka- og vinkonu okkar með söknuði og þakklæti. Gísla, Ingibjörgu, Ögmundi, Birnu og ömmubörnunum vottum við okkar dýpstu samúð.“
Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. 1. janúar 2020 19:28 Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Fjöldi manna minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur en hún naut fádæma vinsælda og virðingar samferðarmanna. 2. janúar 2020 11:15 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. 1. janúar 2020 19:28
Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Fjöldi manna minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur en hún naut fádæma vinsælda og virðingar samferðarmanna. 2. janúar 2020 11:15