Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 15:39 Mynd er af fundi samninganefndarinnar í dag 10. janúar þar sem tillaga um vinnustöðvun var samþykkt. Nefndin er skipuð félagsmönnum Eflingar hjá borginni. efling Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsmenn þurfi að samþykkja tillöguna og að undirbúningur sé hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði. „Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“ Tillögu samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun má sjá hér fyrir neðan: Fundur samninganefndar Eflingar - stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar - stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020. Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi. Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu. - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48 Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39 Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsmenn þurfi að samþykkja tillöguna og að undirbúningur sé hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði. „Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“ Tillögu samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun má sjá hér fyrir neðan: Fundur samninganefndar Eflingar - stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar - stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020. Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi. Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu. - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48 Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39 Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48
Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39
Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17