Vill að Bandaríkin undirbúi brottflutning hermanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2020 15:54 Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak. AP/Burhan Ozbilici Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020 Bandaríkin Írak Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020
Bandaríkin Írak Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira