Innlent

Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Torrevieja þar sem fólkið hefur verið búsett.
Frá Torrevieja þar sem fólkið hefur verið búsett. Getty/Blom UK

Íslendingur á fertugsaldri er grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt.

Fréttablaðið greinir frá því að hinn látni sé Íslendingur á sjötugsaldri og mun hann vera sambýlismaður móður hins grunaða. Maðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði.

Í frétt Fréttablaðsins segir að verknaðurinn hafi verið framinn á heimili hins látna og móður árásarmannsins á þriðja tímanum í gærnótt. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar í Torrevieja en fólkið hefur verið búsett þar um nokkuð skeið.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Sveinn H. Guðmarsson, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustunni sé kunnugt um mál sem varðar andlát Íslendings á Spáni.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×