Besti badminton spilari heims í bílslysi þar sem bílstjórinn lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:15 Kento Momota. Getty/How Foo Yeen Kento Momota, sem sumir ganga svo langt að kalla langbesta badminton spilara heims, slapp lifandi úr hörðu bílslysi í Kuala Lumpur í Malasíu morgun. Hinn 25 ára gamli Kento Momota hefur unnið tvö síðustu heimsmeistaramót og er efstur á heimslistanum. Hann hefur sett stefnuna á að vinna Ólympíugull á heimavelli í sumar. Ekki er vitað hvort að bílslysið í morgun muni komi í veg fyrir að það verði að veruleika en hann slapp samt ótrúlega vel úr þessu banaslysi. Kento Momota skarst í andliti og brákaðist á nefi í bílslysinu. Hann er þó ekki nefbrotinn. Badminton's world number one Kento Momota has been injured in a fatal crash in Malaysia. Full story: https://t.co/tWwNhTsIfQpic.twitter.com/gN5Mq684ag— BBC Sport (@BBCSport) January 13, 2020 Ökumaður bílsins lést í slysinu en þrír aðrir voru með í bílnum. Það voru aðstoðarþjálfari japanska landsliðsins, Hirayama Yu, sjúkraþjálfari japans landsliðsins, Morimoto Akifumi og svo maður að nafni William Thomas. Líðan þeirra er stöðug en meiðsli þeirra voru meðal annars á andliti, fótum, hendi og höfði samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Kento Momota var á leiðinni út á flugvöll þegar slysið varð eftir að hafa unnið fyrsta mótið á mótaröðinni í gær. Slysið varð á aðalhraðbrautinni og fyrir dögun en bíll þeirra keyrði aftan á stóran vörubíl. Kento Momota var með mikla yfirburði á mótaröðinni í fyrra þar sem hann náði að vinna ellefu mót og setja með því nýtt met. Badminton Malasía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Kento Momota, sem sumir ganga svo langt að kalla langbesta badminton spilara heims, slapp lifandi úr hörðu bílslysi í Kuala Lumpur í Malasíu morgun. Hinn 25 ára gamli Kento Momota hefur unnið tvö síðustu heimsmeistaramót og er efstur á heimslistanum. Hann hefur sett stefnuna á að vinna Ólympíugull á heimavelli í sumar. Ekki er vitað hvort að bílslysið í morgun muni komi í veg fyrir að það verði að veruleika en hann slapp samt ótrúlega vel úr þessu banaslysi. Kento Momota skarst í andliti og brákaðist á nefi í bílslysinu. Hann er þó ekki nefbrotinn. Badminton's world number one Kento Momota has been injured in a fatal crash in Malaysia. Full story: https://t.co/tWwNhTsIfQpic.twitter.com/gN5Mq684ag— BBC Sport (@BBCSport) January 13, 2020 Ökumaður bílsins lést í slysinu en þrír aðrir voru með í bílnum. Það voru aðstoðarþjálfari japanska landsliðsins, Hirayama Yu, sjúkraþjálfari japans landsliðsins, Morimoto Akifumi og svo maður að nafni William Thomas. Líðan þeirra er stöðug en meiðsli þeirra voru meðal annars á andliti, fótum, hendi og höfði samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Kento Momota var á leiðinni út á flugvöll þegar slysið varð eftir að hafa unnið fyrsta mótið á mótaröðinni í gær. Slysið varð á aðalhraðbrautinni og fyrir dögun en bíll þeirra keyrði aftan á stóran vörubíl. Kento Momota var með mikla yfirburði á mótaröðinni í fyrra þar sem hann náði að vinna ellefu mót og setja með því nýtt met.
Badminton Malasía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira