Þjálfari meistaranna slasaði sjálfan sig við að reyna að kveikja í sínum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 23:30 Ed Orgeron eða Coach O eins og hann er alltaf kallaður. Getty/Alika Jenner Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020 Íþróttir Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020
Íþróttir Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira