Forseti Mexíkó reynir allt til að losa sig við forsetaflugvélina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 23:30 Vélin góða. Vísir/AP Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki. Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki.
Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51