Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. janúar 2020 23:55 Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju. Aðsend Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent