„Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2020 14:30 Sigrun Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Urðarhóls. Vísir/Friðrik/Vilhelm Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45
Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00
Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30