BHM gefur sex sumarbústaði í Brekkuskógi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2020 12:15 Sex A-bústaðir í eigu BHM verða gefnir áhugasömum gegn því að þeir verði fjarlægðir af staðnum. BHM Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur. Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur.
Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira