Innlent

Mál lektorsins komið á borð Landsréttar

Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Kristján Gunnar var látinn laus á mánudag.
Kristján Gunnar var látinn laus á mánudag.

Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. Mun rétturinn taka afstöðu til kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni.

Þetta staðfesti Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, í samtali við fréttastofu í morgun. Sagði hann almennt reynt að flýta málum eins og kostur er og að dómarar væru að vinna í málinu.

Það var á mánudag sem héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn þremur konum og svipt þær frelsi sínu.

Kristján Gunnar hafði þá setið í gæsluvarðhaldi frá því á jóladag eftir að hann var handtekinn þann sama dag á heimili sínu við Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglu var Kristján Gunnar látinn laus.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Fjórða konan tilkynnti meint kynferðisbrot Kristjáns

Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári.

Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust

Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×