Myndband af íslenskum lunda að klóra sér með priki vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2020 07:00 Hér má sjá lundann og prikið góða. Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post. Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post.
Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00
Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00