Innlent

Hægt að greiða með kreditkorti hjá sýslumönnum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Kópavogi Vísir/Vilhelm

Frá og með nýliðnum áramótum er hægt að greiða með kreditkortum fyrir ýmis gögn og þjónustu sem sýslumenn veita. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða fyrir slíka þjónustu með reiðufé eða debetkorti. Breytingin tók gildi í gær og má nú einnig greiða með kreditkorti og millifærslu.

Ef greitt er með millifærslu er fjárhæðin greidd inn á reikning viðkomandi embættis. Mikilvægt er að komi fram fyrir hvað er verið að greiða, þá með skýringu greiðslu eða tilvísun. Ef greiðandi af einhverjum ástæðum á rétt á afslætti af tilteknu gjaldi, til dæmis vegna aldurs eða örorku, ber honum að greina frá því áður en greiðsla er innt af hendi. Nánari upplýsingar má finna á vef sýslumannsembættanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×