Írland: hvað varð um laxeldið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. janúar 2020 18:00 Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun