Nýju bakaríi á Selfossi líkt við að mæta á tónleika með Eagles Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. janúar 2020 19:30 Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan. Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan.
Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira