Flugi aflýst vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 10:36 Farþegum er bent á að fylgjast með flugáætlun á vef Isavia. Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira