Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 23:08 Á annað hundrað manns tóku þátt í leit að hjónunum á Langjökli í janúar 2017. Kristinn Ólafsson Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Hluti hópsins er kominn í skjól inni í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Um tíu starfsmenn Mountaineers eru einnig á svæðinu og telur því hópurinn um fimmtíu manns sem björgunarsveitir eru á leiðinni til að bjarga. Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi á leið í útkallið.Vísir/JóiK Um er að ræða fólk af ólíkum þjóðernum en björgunarsveitarfólk er ekki enn komið til þeirra þar sem veður fer versnandi og skyggni ekki nema fjórir til fimm metrar. Reiknað var með að björgunaraðilar yrðu komnir á staðinn um klukkan 22. Fréttastofa náði sambandi við Ólaf Tryggvason, oft nefndur Óli X eða Ólafur Konungur, hjá Mountaineers Iceland á ellefta tímanum í kvöld. Ólafur hafði engan tíma til að ræða við fréttastofu um atburði kvöldsins. Það yrði að bíða betri tíma og næðist ekki endilega í kvöld. Veðurviðvaranir um land allt Fregnir kvöldsins hafa vakið upp spurningar meðal landsmanna bæði í athugasemdakerfum fjölmiðlanna en ekki síður í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar spyr fólk hvers vegna í ósköpunum hafi verið lagt á jökulinn í því veðri sem vitað hafi verið í lengri tíma að væri að vænta í kvöld. Gular viðvaranir voru í gildi fyrir allt landið í dag.Veðurstofan Gular viðvaranir hafa verið um allt land í dag og hefur lægðinni verið lýst sem töluverðum hvelli. Foreldrar voru hvattir til að sækja börn í skólann í dag og lokað fyrir umferð víða um land vegna hvassviðris og erfiðra aðstæðna. Wilson-hjónin á Langjökli Þann 5. janúar 2017 fyrir rétt rúmum þremur árum voru björgunarsveitir Landsbjargar kallaðar út síðdegis vegna tveggja einstaklinga sem höfðu orðið viðskila við hóp vélsleðafólks á Langjökli. Sextíu manns tóku þátt í leitinni. Áströlsku hjónin Gail og David Wilson urðu viðskila við hóp sinn í ferðinni en enginn tók eftir því þegar það gerðist. Fór svo að þau stefndu fyrirtækinu og voru þeim dæmdar skaða- og miskabætur. Búnaðurinn sem reikna má með að ferðamennirnir og leiðsögumenn þeirra hjá Mountaineers Iceland séu klæddir í skv. upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Lagt hafði verið á jökulinn þrátt fyrir stormviðvörun. Innanlandsflug lá niðri á landinu þennan dag. Leiðsögumennirnir töldu þó veðrið ekki vera því til fyrirstöðu að fara í ferðina. Eftir að lagt var af stað versnaði veðrið síðan til muna. Rakst í slökkvarann á sleðanum Gail og David voru aftast í hópnum á jöklinum en fyrir dómi lýsti hann því hvernig hanskar hans hefðu rekist í slökkvarann á sleðanum. Hann hefði reynt að kveikja á honum aftur en ekkert gerðist. Þá veifaði hann til eins af leiðsögumönnunum, sem voru alls fjórir, en hann hafi komið í áttina til þeirra, snúið við og hópurinn farið. Kvaðst David fyrir dómi ekki hafa trúað sínum eigin augum. Allt í einu voru þau ein á jöklinum. Aðstæður við leitina árið 2017 voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs.Kristinn Ólafsson Veðrið hefði verið orðið hræðilegt. Allt ískalt, hvítt og vindur mikill. Börðust hjónin fyrir lífi sínu í sjö tíma, grafið holu í snjóinn og haldið hita hvort á öðru. Á fimmtán mínútna fresti hefðu þau hreyft sig og svo hefði þeim verið bjargað. Sögðu hjónin hafa gert leitina erfiðari Mountaineers of Iceland kröfðust sýknu af öllum kröfum hjónanna og byggðu meðal annars á því að þau hefðu fært sig úr stað á jöklinum þrátt fyrir reglur og leiðbeiningar um annað. Þetta hafi gert leit eftir GPS-hnitum erfiðari. Mountaineers Iceland hefur verið leiðandi í vélsleðaferðum hér á landi um árabil.Heimasíða Mountaineers Iceland Hjónin mótmæltu þessu og bentu á að þau hefðu haldið kyrru fyrir í töluverðan tíma. Enginn kom hins vegar til þeirra og því hafi þau ákveðið að færa sleðann áfram öðru hvoru. Verulegt gáleysi starfsmanna fyrirtækisins Var það mat héraðsdóms að starfsmenn Mountaineers of Iceland hafi sýnt af sér gáleysi sem varðað geti skaðabótaábyrgð þegar haldið var í vélsleðaferðina á jökulinn. „Við mat á gáleysi starfsmanna stefndu verður ekki dregin fjöður yfir það að stefndi hefur um árabil selt erlendum ferðamönnum skipulagðar ferðir um hálendi Íslands. Þá liggur einnig fyrir að starfsmenn stefnda sem fóru með stefnendum í þessa ferð höfðu áralanga reynslu af leiðsögn og handleiðslu ferðamanna í slíkum ferðum,“ segir í dómnum. Mátti fyrirtækinu því vera fullljóst hvaða hætta stefnendum gat verið búin miðað við þær aðstæður sem uppi voru í málinu. Hjónunum voru dæmdar 700 þúsund krónur í bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Hanna „Að mati dómsins var gáleysi þeirra að þessu leyti verulegt. Þá verður það ekki talið stefnendum til eigin sakar að þau hafi keyrt vélsleða sinn áfram þegar liðið var á þriðju klukkustund frá því að þau urðu viðskila við hópinn eins og þau hafa sjálf viðurkennt. Telja verður að í ljósi þess að þau voru í óvæntum og erfiðum aðstæðum, auk þess sem tekið var að rökkva, verði þau ekki látin gjalda þess að sjálfsbargarviðleitni þeirra hafi tekið völdin á þessum tímapunkti.“ Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Helga Árnadóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tjáði sig um málið daginn eftir að hjónin týndust. „Það er hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður hverju sinni og setja sínar öryggisreglur. Það eru engar almennar reglur til en það er rétt að geta þess að þetta fyrirtæki hefur starfað lengi á markaði og er meðal annars í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ sagði Helga. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu. 23. janúar 2019 22:40 Fá bætur eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Rekstrarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða áströlsku hjónunum Gain og David Wilson tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. 8. mars 2019 22:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Hluti hópsins er kominn í skjól inni í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Um tíu starfsmenn Mountaineers eru einnig á svæðinu og telur því hópurinn um fimmtíu manns sem björgunarsveitir eru á leiðinni til að bjarga. Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi á leið í útkallið.Vísir/JóiK Um er að ræða fólk af ólíkum þjóðernum en björgunarsveitarfólk er ekki enn komið til þeirra þar sem veður fer versnandi og skyggni ekki nema fjórir til fimm metrar. Reiknað var með að björgunaraðilar yrðu komnir á staðinn um klukkan 22. Fréttastofa náði sambandi við Ólaf Tryggvason, oft nefndur Óli X eða Ólafur Konungur, hjá Mountaineers Iceland á ellefta tímanum í kvöld. Ólafur hafði engan tíma til að ræða við fréttastofu um atburði kvöldsins. Það yrði að bíða betri tíma og næðist ekki endilega í kvöld. Veðurviðvaranir um land allt Fregnir kvöldsins hafa vakið upp spurningar meðal landsmanna bæði í athugasemdakerfum fjölmiðlanna en ekki síður í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar spyr fólk hvers vegna í ósköpunum hafi verið lagt á jökulinn í því veðri sem vitað hafi verið í lengri tíma að væri að vænta í kvöld. Gular viðvaranir voru í gildi fyrir allt landið í dag.Veðurstofan Gular viðvaranir hafa verið um allt land í dag og hefur lægðinni verið lýst sem töluverðum hvelli. Foreldrar voru hvattir til að sækja börn í skólann í dag og lokað fyrir umferð víða um land vegna hvassviðris og erfiðra aðstæðna. Wilson-hjónin á Langjökli Þann 5. janúar 2017 fyrir rétt rúmum þremur árum voru björgunarsveitir Landsbjargar kallaðar út síðdegis vegna tveggja einstaklinga sem höfðu orðið viðskila við hóp vélsleðafólks á Langjökli. Sextíu manns tóku þátt í leitinni. Áströlsku hjónin Gail og David Wilson urðu viðskila við hóp sinn í ferðinni en enginn tók eftir því þegar það gerðist. Fór svo að þau stefndu fyrirtækinu og voru þeim dæmdar skaða- og miskabætur. Búnaðurinn sem reikna má með að ferðamennirnir og leiðsögumenn þeirra hjá Mountaineers Iceland séu klæddir í skv. upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Lagt hafði verið á jökulinn þrátt fyrir stormviðvörun. Innanlandsflug lá niðri á landinu þennan dag. Leiðsögumennirnir töldu þó veðrið ekki vera því til fyrirstöðu að fara í ferðina. Eftir að lagt var af stað versnaði veðrið síðan til muna. Rakst í slökkvarann á sleðanum Gail og David voru aftast í hópnum á jöklinum en fyrir dómi lýsti hann því hvernig hanskar hans hefðu rekist í slökkvarann á sleðanum. Hann hefði reynt að kveikja á honum aftur en ekkert gerðist. Þá veifaði hann til eins af leiðsögumönnunum, sem voru alls fjórir, en hann hafi komið í áttina til þeirra, snúið við og hópurinn farið. Kvaðst David fyrir dómi ekki hafa trúað sínum eigin augum. Allt í einu voru þau ein á jöklinum. Aðstæður við leitina árið 2017 voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs.Kristinn Ólafsson Veðrið hefði verið orðið hræðilegt. Allt ískalt, hvítt og vindur mikill. Börðust hjónin fyrir lífi sínu í sjö tíma, grafið holu í snjóinn og haldið hita hvort á öðru. Á fimmtán mínútna fresti hefðu þau hreyft sig og svo hefði þeim verið bjargað. Sögðu hjónin hafa gert leitina erfiðari Mountaineers of Iceland kröfðust sýknu af öllum kröfum hjónanna og byggðu meðal annars á því að þau hefðu fært sig úr stað á jöklinum þrátt fyrir reglur og leiðbeiningar um annað. Þetta hafi gert leit eftir GPS-hnitum erfiðari. Mountaineers Iceland hefur verið leiðandi í vélsleðaferðum hér á landi um árabil.Heimasíða Mountaineers Iceland Hjónin mótmæltu þessu og bentu á að þau hefðu haldið kyrru fyrir í töluverðan tíma. Enginn kom hins vegar til þeirra og því hafi þau ákveðið að færa sleðann áfram öðru hvoru. Verulegt gáleysi starfsmanna fyrirtækisins Var það mat héraðsdóms að starfsmenn Mountaineers of Iceland hafi sýnt af sér gáleysi sem varðað geti skaðabótaábyrgð þegar haldið var í vélsleðaferðina á jökulinn. „Við mat á gáleysi starfsmanna stefndu verður ekki dregin fjöður yfir það að stefndi hefur um árabil selt erlendum ferðamönnum skipulagðar ferðir um hálendi Íslands. Þá liggur einnig fyrir að starfsmenn stefnda sem fóru með stefnendum í þessa ferð höfðu áralanga reynslu af leiðsögn og handleiðslu ferðamanna í slíkum ferðum,“ segir í dómnum. Mátti fyrirtækinu því vera fullljóst hvaða hætta stefnendum gat verið búin miðað við þær aðstæður sem uppi voru í málinu. Hjónunum voru dæmdar 700 þúsund krónur í bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Hanna „Að mati dómsins var gáleysi þeirra að þessu leyti verulegt. Þá verður það ekki talið stefnendum til eigin sakar að þau hafi keyrt vélsleða sinn áfram þegar liðið var á þriðju klukkustund frá því að þau urðu viðskila við hópinn eins og þau hafa sjálf viðurkennt. Telja verður að í ljósi þess að þau voru í óvæntum og erfiðum aðstæðum, auk þess sem tekið var að rökkva, verði þau ekki látin gjalda þess að sjálfsbargarviðleitni þeirra hafi tekið völdin á þessum tímapunkti.“ Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Helga Árnadóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tjáði sig um málið daginn eftir að hjónin týndust. „Það er hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður hverju sinni og setja sínar öryggisreglur. Það eru engar almennar reglur til en það er rétt að geta þess að þetta fyrirtæki hefur starfað lengi á markaði og er meðal annars í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ sagði Helga.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu. 23. janúar 2019 22:40 Fá bætur eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Rekstrarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða áströlsku hjónunum Gain og David Wilson tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. 8. mars 2019 22:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01
Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu. 23. janúar 2019 22:40
Fá bætur eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Rekstrarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða áströlsku hjónunum Gain og David Wilson tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. 8. mars 2019 22:00