Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:07 Aðstæður voru erfiðar á Langjökli í gær. Mynd frá björgunaraðgerðum. vísir/landsbjörg Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira