Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. janúar 2020 19:45 Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10