Jón Halldór: Ég er bara orðlaus Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 8. janúar 2020 21:47 Jonni hefur gert það sem gott spekingur í Dominos Körfuboltakvöldi. vísir/skjáskot Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45