Umfjöllun og viðtöl: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2020 20:05 Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk gegn sínu gamla félagi. vísir/daníel HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fjölni, 3-1, í Kórnum í Pepsi Max-deild karla í dag. Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk gegn sínu gamla félagi og Martin Rauschenberg var einnig á skotskónum í fyrsta leik sínum fyrir HK. Viktor Andri Hafþórsson skoraði mark Fjölnis sem var hans fyrsta í efstu deild. Með sigrinum komust HK-ingar upp í 9. sæti deildarinnar. Þeir eru með ellefu stig, fimm stigum frá fallsæti. Fjölnismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með þrjú stig, fimm stigum frá öruggu sæti. HK-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og réðu ferðinni. Á 18. mínútu átti Ásgeir Marteinsson skot beint úr aukaspyrnu í stöngina. Atli Gunnar Guðmundsson varði svo vel frá Jóni Arnari Barðdal og Arnþóri Ara Atlasyni úr góðum færum. Hallvarður Óskar Sigurðarson var langhættulegasti leikmaður Fjölnis í fyrri hálfleik. Á 31. mínútu átti hann gott skot sem Arnar Freyr Ólafsson varði í horn. Og á lokamínútu fyrri hálfleiks slapp hann svo í gegnum vörn HK en Arnar Freyr kom sínum mönnum til bjargar. HK fékk draumabyrjun á seinni hálfleiks þegar Rauschenberg skoraði með skalla eftir hornspyrnu Ívars Arnar Jónssonar á 47. mínútu. Eftir markið tóku Fjölnismenn smám saman völdin og þrýstu HK-ingum aftar á völlinn, án þess þó að ógna mikið. Á 68. mínútu skoraði HK gegn gangi leiksins. Birnir stal boltanum af Sigurpáli Melberg Pálssyni, fór inn á teiginn og lagði boltann í fjærhornið. Fjölnir gafst ekki upp og á 80. mínútu minnkaði Viktor Andri Hafþórsson muninn í 2-1 eftir fyrirgjöf Jóns Gísla Ström og skalla Orra Þórhallssonar. En aðeins sex mínútum síðar komst HK aftur tveimur mörkum yfir. Arnóri Breki Ásþórssyni urðu á slæm mistök, Birnir slapp í gegn og skoraði af öryggi, sitt annað mark og þriðja mark HK. Lokatölur 3-1, HK-ingum í vil. Af hverju vann HK? HK-ingar voru heilt yfir sterkari. Þeir léku þó eiginlega betur í fyrri hálfleik en þeim seinni. Eftir að hafa náð forystunni urðu heimamenn full værukærir og féllu of aftarlega á völlinn. Þeir léku þó góða vörn og héldu gestunum að mestu í skefjum. Fjölnismenn voru svo full gjafmildir í öðru og þriðja marki HK-inga og Birnir refsaði grimmilega. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur heimaleikjum HK í Pepsi Max-deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Birnir er heitur og kaldur til skiptis, eins og sást bersýnilega í leiknum í dag. Hann gerði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en í þeim seinni reyndist hann örlagavaldurinn og kláraði færin sín virkilega vel. Atli Arnarsson var besti leikmaður vallarins, var mikið í boltanum og lét til sín taka á miðjunni. Jón Arnar hefði getað haldið boltanum betur á köflum en átti góða spretti og var óhemju duglegur. Rauschenberg lék síðan virkilega vel í sínum fyrsta leik fyrir HK, kom sínum mönnum á bragðið og stjórnaði vörninni. Hallvarður var eina sóknarógn Fjölnis í fyrri hálfleik og sýndi góða takta á hægri kantinum. Hann hvarf hins vegar í seinni hálfleik. Örvar Eggertsson átti góðan leik og virðist vera búinn að finna sína stöðu, sem hægri bakvörður/kantmaður. Hvað gekk illa? Leikurinn í dag var kannski tímabilið hjá Fjölni í hnotskurn. Þeir áttu ágætis kafla en voru ótrúlegir klaufar í varnarleiknum. Fjölnismenn hafa fengið á sig 25 mörk í sumar og vörnin heldur hvorki vatni né vindum. Grafarvogsliðið er hættulegt í skyndisóknum en hleypur á vegg þegar það þarf að brjóta niður varnir sem liggja aftarlega. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fjölnis er gegn Víkingi á heimavelli á fimmtudaginn. Á laugardaginn er svo næsti leikur HK, gegn FH í Kaplakrika. Brynjar Björn: Heilt yfir sáttur Strákarnir hans Brynjars Björn hafa nú unnið þrjá heimaleiki í röð í deild og bikar.vísir/bára Það lá vel á Brynjari Birni Gunnarssyni, þjálfara HK, eftir sigurinn á Fjölni í dag. Hann sagði að HK-ingar hefðu verðskuldað stigin þrjú. „Jú, ég held það. Fyrri hálfleikurinn var í járnum, hvorugt liðið tók áhættu og mikil stöðubarátta. Við fengum 2-3 færi og þeir 1-2 þannig að 0-0 var sanngjörn staða í hálfleik,“ sagði Brynjar. „Svo skorum við eftir horn í byrjun seinni hálfleiks og það breytti stöðunni mikið. Við fengum meira sjálfstraust og leikurinn opnaðist aðeins. Heilt yfir er ég sáttur.“ Martin Rauschenberg lék sinn fyrsta leik fyrir HK í dag og hann fékk sannkallaða draumbyrjun, skoraði og fagnaði sigri. „Það er alltaf gott þegar nýr maður skorar og liðið vinnur leiki. Þetta er öflugur leikmaður,“ sagði Brynjar um danska miðvörðinn. Fjölnir minnkaði muninn í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. „Maður var ekki alveg rólegur í 2-1 stöðunni. Við áttum að koma í veg fyrir fyrirgjöfina sem þeir skoruðu upp úr. En það var mjög gott að skora þriðja markið og þá var þetta búið.“ Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lítið sést í þeim fyrri. „Það eru engir leikmenn eins og það eru áskoranir sem maður þarf að takast á við,“ sagði Brynjar aðspurður hvort það væri krefjandi að þjálfa leikmann eins og Birni sem er heitur og kaldur til skiptis. „Hann kom sér í góðar stöður og þegar gerir vel gerir hann virkilega vel eins og í þessum tveimur mörkum.“ Ásmundur: Gerðum okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa Ásmundi fannst sínir menn full gjafmildir í dag.vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“ Pepsi Max-deild karla HK Fjölnir Fótbolti Íslenski boltinn
HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fjölni, 3-1, í Kórnum í Pepsi Max-deild karla í dag. Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk gegn sínu gamla félagi og Martin Rauschenberg var einnig á skotskónum í fyrsta leik sínum fyrir HK. Viktor Andri Hafþórsson skoraði mark Fjölnis sem var hans fyrsta í efstu deild. Með sigrinum komust HK-ingar upp í 9. sæti deildarinnar. Þeir eru með ellefu stig, fimm stigum frá fallsæti. Fjölnismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með þrjú stig, fimm stigum frá öruggu sæti. HK-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og réðu ferðinni. Á 18. mínútu átti Ásgeir Marteinsson skot beint úr aukaspyrnu í stöngina. Atli Gunnar Guðmundsson varði svo vel frá Jóni Arnari Barðdal og Arnþóri Ara Atlasyni úr góðum færum. Hallvarður Óskar Sigurðarson var langhættulegasti leikmaður Fjölnis í fyrri hálfleik. Á 31. mínútu átti hann gott skot sem Arnar Freyr Ólafsson varði í horn. Og á lokamínútu fyrri hálfleiks slapp hann svo í gegnum vörn HK en Arnar Freyr kom sínum mönnum til bjargar. HK fékk draumabyrjun á seinni hálfleiks þegar Rauschenberg skoraði með skalla eftir hornspyrnu Ívars Arnar Jónssonar á 47. mínútu. Eftir markið tóku Fjölnismenn smám saman völdin og þrýstu HK-ingum aftar á völlinn, án þess þó að ógna mikið. Á 68. mínútu skoraði HK gegn gangi leiksins. Birnir stal boltanum af Sigurpáli Melberg Pálssyni, fór inn á teiginn og lagði boltann í fjærhornið. Fjölnir gafst ekki upp og á 80. mínútu minnkaði Viktor Andri Hafþórsson muninn í 2-1 eftir fyrirgjöf Jóns Gísla Ström og skalla Orra Þórhallssonar. En aðeins sex mínútum síðar komst HK aftur tveimur mörkum yfir. Arnóri Breki Ásþórssyni urðu á slæm mistök, Birnir slapp í gegn og skoraði af öryggi, sitt annað mark og þriðja mark HK. Lokatölur 3-1, HK-ingum í vil. Af hverju vann HK? HK-ingar voru heilt yfir sterkari. Þeir léku þó eiginlega betur í fyrri hálfleik en þeim seinni. Eftir að hafa náð forystunni urðu heimamenn full værukærir og féllu of aftarlega á völlinn. Þeir léku þó góða vörn og héldu gestunum að mestu í skefjum. Fjölnismenn voru svo full gjafmildir í öðru og þriðja marki HK-inga og Birnir refsaði grimmilega. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur heimaleikjum HK í Pepsi Max-deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Birnir er heitur og kaldur til skiptis, eins og sást bersýnilega í leiknum í dag. Hann gerði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en í þeim seinni reyndist hann örlagavaldurinn og kláraði færin sín virkilega vel. Atli Arnarsson var besti leikmaður vallarins, var mikið í boltanum og lét til sín taka á miðjunni. Jón Arnar hefði getað haldið boltanum betur á köflum en átti góða spretti og var óhemju duglegur. Rauschenberg lék síðan virkilega vel í sínum fyrsta leik fyrir HK, kom sínum mönnum á bragðið og stjórnaði vörninni. Hallvarður var eina sóknarógn Fjölnis í fyrri hálfleik og sýndi góða takta á hægri kantinum. Hann hvarf hins vegar í seinni hálfleik. Örvar Eggertsson átti góðan leik og virðist vera búinn að finna sína stöðu, sem hægri bakvörður/kantmaður. Hvað gekk illa? Leikurinn í dag var kannski tímabilið hjá Fjölni í hnotskurn. Þeir áttu ágætis kafla en voru ótrúlegir klaufar í varnarleiknum. Fjölnismenn hafa fengið á sig 25 mörk í sumar og vörnin heldur hvorki vatni né vindum. Grafarvogsliðið er hættulegt í skyndisóknum en hleypur á vegg þegar það þarf að brjóta niður varnir sem liggja aftarlega. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fjölnis er gegn Víkingi á heimavelli á fimmtudaginn. Á laugardaginn er svo næsti leikur HK, gegn FH í Kaplakrika. Brynjar Björn: Heilt yfir sáttur Strákarnir hans Brynjars Björn hafa nú unnið þrjá heimaleiki í röð í deild og bikar.vísir/bára Það lá vel á Brynjari Birni Gunnarssyni, þjálfara HK, eftir sigurinn á Fjölni í dag. Hann sagði að HK-ingar hefðu verðskuldað stigin þrjú. „Jú, ég held það. Fyrri hálfleikurinn var í járnum, hvorugt liðið tók áhættu og mikil stöðubarátta. Við fengum 2-3 færi og þeir 1-2 þannig að 0-0 var sanngjörn staða í hálfleik,“ sagði Brynjar. „Svo skorum við eftir horn í byrjun seinni hálfleiks og það breytti stöðunni mikið. Við fengum meira sjálfstraust og leikurinn opnaðist aðeins. Heilt yfir er ég sáttur.“ Martin Rauschenberg lék sinn fyrsta leik fyrir HK í dag og hann fékk sannkallaða draumbyrjun, skoraði og fagnaði sigri. „Það er alltaf gott þegar nýr maður skorar og liðið vinnur leiki. Þetta er öflugur leikmaður,“ sagði Brynjar um danska miðvörðinn. Fjölnir minnkaði muninn í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. „Maður var ekki alveg rólegur í 2-1 stöðunni. Við áttum að koma í veg fyrir fyrirgjöfina sem þeir skoruðu upp úr. En það var mjög gott að skora þriðja markið og þá var þetta búið.“ Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lítið sést í þeim fyrri. „Það eru engir leikmenn eins og það eru áskoranir sem maður þarf að takast á við,“ sagði Brynjar aðspurður hvort það væri krefjandi að þjálfa leikmann eins og Birni sem er heitur og kaldur til skiptis. „Hann kom sér í góðar stöður og þegar gerir vel gerir hann virkilega vel eins og í þessum tveimur mörkum.“ Ásmundur: Gerðum okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa Ásmundi fannst sínir menn full gjafmildir í dag.vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti