Umfjöllun og viðtöl: FH - Breiða­blik 0-7 | Toppliðið valtaði yfir botnliðið

Andri Már Eggertsson skrifar
Fylkir_Breidablik (6)
VÍSIR/BÁRA

Í dag hófst Pepsi Max deild kvenna að nýju með fjórum leikjum eftir að gera þurfti 18 daga hlé á mótinu þar sem önnur bylgja kórónuveirufaraldursins setti strik í reikninginn. Í Kaplakrika áttust við liðin í neðsta og efsta sæti deildarinnar.

Gangur leiksins

Þó Breiðablik hafi komist yfir snemma leiks með marki Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir góða hornspyrnu frá Öglu Maríu Albertsdóttur var leikurinn heldur rólegur og var ekki að sjá að þetta voru liðin í efsta og neðsta sæti að mætast. FH gerði vel í að reyna ógna marki Blika en þó vantaði upp á síðasta þriðjung að gera alvöru atlögu að marki.

Karólína Lea Villhjálmsdóttir bætti síðan við öðru marki Breiðabliks þegar tæpar 42 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Klaufagangur í varnarleik FH endaði með að Karólína fékk skopandi bolta af stuttu færi sem hún hamraði í þak netið. Þetta slökkti ákveðin neista í FH liðinu og voru síðustu mínútur hálfleiksins spilaðar nálægt marki FH.

Seinni hálfleikur var einstefna að hálu Blika þær réðust á vörn FH hvað eftir annað sem skilaði sér í úrvals færum og mörkum.

Agla María Albertsdóttir átti sviðið í seinni hálfleik þar sem hún gerði þrjú mörk með góðri aðstoð Sveindísar sem lagði upp tvö af þremur mörkum Öglu. 3 mark Blika kom eftir langt innkast Sveindísar þar var Agla mætt á fjærstöng og kom boltanum yfir línuna.

Sveindís Jane var aftur á ferðinni þegar hún lék vörn FH grátt sendi þar boltann á Öglu sem skoraði og kom Blikum í 4-0.

Skot Karólínu fór í hönd varnarmanns FH og vítaspyrna dæmt, Agla María tók vítið og innsiglaði þar með þrennu sína. Sýning Blika hélt síðan áfram þegar Vigdís Edda Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir bættu við tveimur mörkum og kórónuðu frábæran leik Blika í 0-7 sigri.

Af hverju vann Breiðablik?

Breiðablik eru besta lið landsins og sýndu það svo sannarlega í dag með 7 mörkum að lið í fallbarráttu eiga engan möguleika á móti svona liði.

Hverjar stóðu upp úr?

Kantmenn Blika Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru frábærar í dag. Agla María gerði þrennu í seinni hálfleik og mátti tvö mörk rekja beint til Sveindísar sem átti góðan undirbúning og lagði upp á hana.

Hvað gekk illa?

Varnarleikur FH var ömurlegur þær réðu ekkert við hraða Blika og FH liðið í heild ætti að skammast sín eftir þennan seinni hálfleik sem liðið bauð upp á, að tapa 0-7 á heimavelli er til skammar í efstu deild.

Hvað er framundan?

Frestaðir leikir verða leiknir í miðri viku. Á miðvikudaginn fer fram leikur Breiðabliks og Þór/KA kl 18:00.

Í 10 umferð er stórleikur á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fær Selfoss í heimsókn á mánudaginn 24 ágúst. Á sama degi mætir FH Stjörnunni á heimavelli sínum í Hafnafirði.

Þorsteinn Halldórsson: Leiðinlegt að Vigdís gat ekki fagnað með neinum

„Það er frábært að vinna og komast í gang eftir tveggja vikna frí. Það var ryð í fyrri hálfleik FH hefði alveg getað jafnað leikinn en Sonný Lára var góð í markinu og varði vel á þeim tímapunkti,” sagði Steini Halldórs

Þetta var bara erfiður leikur til að byrja með FH kom vel skipulagt inn í leikinn og sýndi FH góðar hliðar í fyrri hálfleik en eftir að annað mark okkar kemur þá róaðist leikurinn og síðan eftir 3 mark okkar þá var þetta orðið frekar auðvelt fyrir okkur sem er partur af boltanum.

„Ég sagði við liðið í hálfleik að halda áfram, vera þolinmóðar bíðiði bara eftir þeim ekki vera að þvinga erfiða bolta heldur halda þolinmæðinni því FH þurfti að koma hærra á völlinn og pressa okkur sem gaf ákveðinn tækifæri og við nýttum þau,” sagði Steini hæstánægður með seinni hálfleik liðsins

Mótið er þétt spilað og á Breiðablik leik í miðri viku, Steini var ánægður með að geta rúllað á liðinu í leiknum í dag og talaði um að hópurinn sem heild væri góður sem skilaði sér í fyrsta deildar marki Vigdísar Eddu og fannst Steina leiðinlegt að hún hafi ekki getað fagnað því með neinum.

Guðni Eiríksson: Ég klappa bara stelpunum á bakið eftir svona leik

„Þetta er bara munurinn á liðinum eins og staðan er í dag. Ég klappaði stelpunum á bakið eftir leikinn það vantaði ekkert upp á framlagið frá þeim í dag ég sagði bara einhver góð orð við stelpurnar eftir leikinn og klappaði þeim á bakið,” Sagði Guðni

„Við gáfum Blikunum fínan leik í fyrri hálfleik við fengum okkar færi og hefði alveg verið eðlilegt hefðum við jafnað þetta í 1-1. Þær komu með mark á vondum tíma fyrir okkur á 42 mínútu sem var mjög þungt högg að fá annað mark á sig inn í hálfleikinn,” sagði Guðni og bætti við að skipið sökk alveg þegar Breiðablik skoraði þriðja mark sitt.

Phoenetia Maiya Lureen Browne er nýr leikmaður FH og var hún í byrjunarliðinu í dag, Guðni var ánægður með leik hennar í dag og talaði um að þetta sé leikmaður sem á eftir að gefa FH liðinu mikla möguleika.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira