Víðir svaraði gagnrýni leikmanna: Hafa meiri heimild en við hin Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2020 14:58 Fótboltinn byrjar aftur að rúlla á morgun en leikmenn þurfa að fara eftir ströngum reglum. VÍSIR/VILHELM Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56